Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Vesturkot
Bóndinn 8. nóvember 2023

Vesturkot

Vesturkot er vestasti bærinn á Ólafsvallartorfunni og lengst af hefur verið rekin þar hefðbundinn landbúnaður. Foreldrar Huldu keyptu jörðina árið 2005 og síðan þá hefur verið stunduð hrossarækt á bænum og byggingar aðlagaðar að þeirri starfsemi. Hulda og Þórarinn, maður hennar, tóku síðan við rekstrinum árið 2014.

Býli? Vesturkot.

Staðsett í sveit? Skeiða- og Gnúpverjahreppur.

Ábúendur? Hulda Finnsdóttir, Þórarinn Ragnarsson og synir okkar tveir, Einar Ingi, 5 ára og Arnór Elí, 2 ára. 

Fjölskyldustærð (og gæludýra)? Við erum fjögur í heimili og síðan hundarnir Tara og Freyja og kötturinn Ísleifur.

Stærð jarðar?180 ha.

Gerð bús? Hrossaræktarbú

Fjöldi búfjár? Í kringum 80 hross.

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Drengjunum er skutlað í leikskólann og síðan er hafist handa við tamningar, þjálfun og umhirðu hrossa. Það stendur yfir fram undir kvöldmat.

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin?
Þegar folöldin fæðast og maður röltir út í haga til að sjá hvað maður fékk. Það er alltaf skemmtilegasti tími ársins. Leiðinlegast er að kveðja gamla vini.

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir 5 ár?
Með svipuðum hætti. Vonandi verða komnar fleiri hryssur í ræktun frá Vesturkoti.

Hvað er alltaf til í ísskápnum?
Það er alltaf til mjólk, piparostur, coke zero og collab og líka eitthvað sem enginn vill borða – það endist lengst.

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu?
Það fer eftir því hvern þú spyrð. Ætli það sé ekki nautalund hjá eldri kynslóðinni en hakk og spaghettí eða kjúklingur með karrígrjónum hjá þeim yngri.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin?
Þau eru nú flest tengd honum Spuna frá Vesturkoti.
Fyrst þegar hann setti heimsmet 5 vetra á Landsmóti 2011, síðan þegar hann vann A flokkinn á Landsmóti 2014, Íslandsmeistaratitill í fimmgangi og þegar hann hlaut Sleipnisbikarinn á Landsmóti 2018.

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f