Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Vesturkot
Bóndinn 8. nóvember 2023

Vesturkot

Vesturkot er vestasti bærinn á Ólafsvallartorfunni og lengst af hefur verið rekin þar hefðbundinn landbúnaður. Foreldrar Huldu keyptu jörðina árið 2005 og síðan þá hefur verið stunduð hrossarækt á bænum og byggingar aðlagaðar að þeirri starfsemi. Hulda og Þórarinn, maður hennar, tóku síðan við rekstrinum árið 2014.

Býli? Vesturkot.

Staðsett í sveit? Skeiða- og Gnúpverjahreppur.

Ábúendur? Hulda Finnsdóttir, Þórarinn Ragnarsson og synir okkar tveir, Einar Ingi, 5 ára og Arnór Elí, 2 ára. 

Fjölskyldustærð (og gæludýra)? Við erum fjögur í heimili og síðan hundarnir Tara og Freyja og kötturinn Ísleifur.

Stærð jarðar?180 ha.

Gerð bús? Hrossaræktarbú

Fjöldi búfjár? Í kringum 80 hross.

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Drengjunum er skutlað í leikskólann og síðan er hafist handa við tamningar, þjálfun og umhirðu hrossa. Það stendur yfir fram undir kvöldmat.

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin?
Þegar folöldin fæðast og maður röltir út í haga til að sjá hvað maður fékk. Það er alltaf skemmtilegasti tími ársins. Leiðinlegast er að kveðja gamla vini.

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir 5 ár?
Með svipuðum hætti. Vonandi verða komnar fleiri hryssur í ræktun frá Vesturkoti.

Hvað er alltaf til í ísskápnum?
Það er alltaf til mjólk, piparostur, coke zero og collab og líka eitthvað sem enginn vill borða – það endist lengst.

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu?
Það fer eftir því hvern þú spyrð. Ætli það sé ekki nautalund hjá eldri kynslóðinni en hakk og spaghettí eða kjúklingur með karrígrjónum hjá þeim yngri.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin?
Þau eru nú flest tengd honum Spuna frá Vesturkoti.
Fyrst þegar hann setti heimsmet 5 vetra á Landsmóti 2011, síðan þegar hann vann A flokkinn á Landsmóti 2014, Íslandsmeistaratitill í fimmgangi og þegar hann hlaut Sleipnisbikarinn á Landsmóti 2018.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...