Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Vestri-Leirárgarðar
Bóndinn 21. ágúst 2023

Vestri-Leirárgarðar

Á bænum Vestri-Leirárgörðum, Hvalfjarðarsveit er bæði stunduð sauðfjárrækt og hrossarækt auk þess sem ábúendur taka að sér uppeldi graðhesta og unghrossa.

Býli:Vestri-Leirárgarðar.

Staðsett í sveit: Hvalfjarðarsveit.

Ábúendur: Karen Líndal Marteinsdóttir,Valmundur Árnason, Marteinn Bóas Maríasson, Emilía Ingibjörg Valmundsdóttir, Kristján Andri Valmundsson, Marteinn Njálsson og Dóra Líndal Hjartardóttir.

Fjölskyldustærð (og gæludýra): Karen Líndal og Valmundur eiga þrjú börn, þau Martein Bóas, Kristján Andra og Emilíu Ingibjörgu auk tveggja hunda, Ídu, sem er enskur bulldog og Bubba, sem er Pug. Foreldrar Karenar, Marteinn og Dóra, búa einnig á jörðinni og eiga í sameiningu með þeim jörðina.

Stærð jarðar:Um 150 hektarar.

Gerð bús: Á bænum er stunduð hrossarækt og sauðfjárrækt. Við tökum líka að okkur graðhesta og unghross í uppeldi.

Fjöldi búfjár: Það eru um 50 hross í okkar eigu á jörðinni og að auki eru um 30 graðhestar hérna í uppeldi. Kindurnar eru um 60.

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum: Við förum bæði snemma af stað á morgnana, Valli er í hlutastarfi á Akranesi til hádegis og sinnir bústörfum eftir hádegi og Karen til Reykjavíkur þar sem hún stundar nám í tannlæknisfræði.

Marteinn, pabbi Karenar, sér um að gefa skepnum á morgnana, gefur útigangi og hann sér aðallega um rollurnar. 

Seinnipart dags sér Karen aðallega um tamningu og þjálfun á hrossum með aðstoð Marteins og Valla. Svo er Valli mjög duglegur að dytta að vélum og tækjum.

Dóra vinnur mikið úr íslensku ullinni, hún er að spinna ull og prjóna úr henni og svo vinnur hún í hlutastarfi í Ullarselinu á Hvanneyri.

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin: Það eru aðeins skiptar skoðanir á þessu, Valla og Karen finnst báðum leiðinlegast þegar dýr veikjast og við missum þau, en Valla skemmtilegast að vera í heyskap og dytta að byggingum og umhverfinu á sveitabænum.

Karen finnst skemmilegast að vera í kringum hestana og pæla í hrossarækt.

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir 5 ár: Sveitabærinn verður orðinn enn þá snyrtilegri og örugglega komið upp meira af trjám. Tækjakostur heldur áfram að batna og fullt af úrvals gæðingum til á bænum.

Ætli það verði ekki líka komið eitthvað af holdanautum til kjötframleiðlu og kannski tvö svín.

Hvað er alltaf til í ísskápnum: Collab og egg.

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu: Lambakjöt og spaghetti carbonara.

Hvað er eftirminnilegast tengt bústörfunum: Ætli það sé ekki helst þegar hestar úr okkar ræktun ná langt í kynbótasýningum eða keppnum. Hestar úr okkar ræktun hafa staðið mjög ofarlega á landsmótum, Íslandsmótum og heimsmeistaramótum og það er alltaf mjög gaman.

En svo eru bara forréttindi að fá að búa í sveit og njóta allra þeirra skemmtilegu stunda sem sveitalífið hefur upp á að bjóða

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...