Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Lambavatn er fallegur bær í fallegu umhverfi.
Lambavatn er fallegur bær í fallegu umhverfi.
Mynd / ÁL
Fréttir 25. október 2022

Vestasta kúabú landsins

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Ekkert kúabú er vestar á landinu en það á Lambavatni. Þar býr Þorsteinn Gunnar Tryggvason með hátt í 30 mjólkandi kýr. Búskapur á afskekktum slóðum sem þessum hefur ýmsar áskoranir í för með sér, sérstaklega þegar framleidd er ferskvara eins og mjólk.

Þorsteinn á Lambavatni er síðasti kúabóndinn á stóru svæði.

Þar sem vetrarþjónusta á Skersfjalli, sem er heiðin sem skilur að Patreksfjörð og Rauðasand, er í algjöru lágmarki getur komið fyrir að mjólkurbíllinn komist ekki vegna færðar og veðurs. Ef of langur tími líður milli ferða getur Þorsteinn neyðst til að henda mjólkinni sem er í tankinum.

Lengi vel var hann í búskap með foreldrum sínum, sem bjuggu á Lambavatni fram á háan aldur. Þorsteinn hefur í gegnum tíðina fengið fólk til liðs við sig í búskapinn, ýmist fjölskyldu eða vinnufólk. Bændum hefur fækkað í þessum landshluta undanfarna áratugi og er svo komið að hann er síðasti kúabóndinn á stóru svæði. Næstu starfandi kúabú er að finna á Barðaströnd, en síðan þarf að leita alla leið í Önundarfjörð og Reykhólasveit. Þorsteinn segist ekki geta svarað því af hverju þróunin hefur verið á þennan veg. Hann nefnir þó að ótryggar samgöngur gætu vel spilað þarna inn í.

Skylt efni: rauðasandur

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...