Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Þó spár hafi verið gefnar út um samdrátt í efnahagsmálum á heimsvísu af OECD og fleiri stofnunum, þá taka menn gjarnan fram að í öllum þessum spám sé nær algjör óvissa um framvinduna.
Þó spár hafi verið gefnar út um samdrátt í efnahagsmálum á heimsvísu af OECD og fleiri stofnunum, þá taka menn gjarnan fram að í öllum þessum spám sé nær algjör óvissa um framvinduna.
Fréttaskýring 5. júlí 2020

Versti efnahagsskellurinn vegna COVID-19 á enn eftir að koma í ljós

Höfundur: HKr.
Heimsbyggðin er enn ekki farin að upplifa verstu efnahagslegu afleið­ingarnar af COVID-19 ef marka má spár OECD. Samkvæmt áætluðum tölum var mest atvinnuleysi á Spáni eftir 1. ársfjórðung 2020, eða 13,9%. Þá kom Frakkland með 7,8% og í þriðja sæti var Kanada með 6,3% atvinnuleysi. Á evrusvæðunum sem samanstendur af 17 ESB ríkjum, þá var atvinnuleysið að meðaltali 7,2%. 
 
Í lok fyrsta ársfjórðungs var uppsagna í kjölfar vandræða fyrirtækja út af lokunum vegna COVID-19 ekki farnar að gæta mjög. Í spá OECD um annan ársfjórðung er greinilega farið að meta inn í tölurnar áhrif af uppsögnum og gjaldþrotum fyrirtækja. Þá er Spánn kominn í 19% atvinnuleysi að meðaltali og Bandaríkin komin upp í annað sætið með 17,5% atvinnuleysi. Í þessari sviðsmynd er meðaltalsatvinnuleysi OECD ríkjanna 11,4%, en minnst eru áhrifin af COVID-19 sögð í Japan en þar er atvinnuleysi á öðrum ársfjórðungi 2020 metið 3,6%. 
 
Mat OECD er að á þriðja ársfjórðungi verði atvinuleysið á Spáni komið í 22% og lækki í 13,5% í Bandaríkjunum en verði 12,4% í Frakklandi sem er þar í þriðja sæti. OECD löndin eru þá að meðaltali með 10,6% atvinnuleysi. 
 
Á fjórða ársfjórðungi er búið að reikna áhrif af annarri bylgju COVID-19 inn í spána. Samkvæmt því yrði Spánn kominn með 25,5% atvinnuleysi að meðaltali og Bandaríkin með 16,9%. Í þriðja sæti er komið Bretland með 14,3% og Frakkland er þar í fjórða sæti með 13,7% atvinuleysi. Evruríkin eru þar talin verða með 12,6% atvinnuleysi að meðaltali og OECD ríkin það sama. Japan er sem fyrr lægst með 4% atvinnuleysi. 
 
Hægur viðsnúningur á næsta ári
 
OECD áætlar að á fyrsta árs­fjórðungi 2021 fari örlítið að draga úr atvinnuleysinu og sýnir þar Spán með 24% atvinnuleysi, Bandaríkin með 13,6% og Frakkland í þriðja sæti með 12,4%, en Bretland í því fjórða með 11,8%.
 
Undir lok næsta árs er gert ráð fyrir áframhaldandi minnkun atvinuleysis, en eigi að síður yrði það meira en við upphaf COVID-19. Spánn verður þar að mati OECD með 20% atvinnuleysi, Frakkland með 10,3%, Evrusvæðin með 10,2% og Bandaríkin með 10%. Samkvæmt þessari spá yrðu OECD löndin komin niður í 8,9% atvinuleysi að meðaltali í árslok 2021. 
Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...