Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Versatile – stórar og kraft­miklar dráttarvélar
Á faglegum nótum 27. febrúar 2018

Versatile – stórar og kraft­miklar dráttarvélar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Versatile er upphaf­lega kanadískt fyrir­tæki en er í dag í eigu Rússa og framleiðir land­búnaðartæki og vélar af ýmsum gerðum, til dæmis jarðbora, þreskivélar og ekki síst dráttarvélar.

Árið 1946 tóku Kanadamennirnir og mágarnir Peter Pakosh og Roy Robinson sig saman og settu á stofn fyrirtæki í kjallaranum á heimili Pakosh í Wineppeg. Fyrirtækið kölluðu þeir The Hydraulic Engineering Company.

Pakosh var á þeim tíma verkfærahönnuður hjá Massey-Harris en hafði verið hafnað þegar hann sótti um flutning yfir á framleiðslusvið MH. Fyrsta tækið sem nýja fyrirtækið setti á markað var kornsnigill sem flutti korn af bílum eða vögnum í síló. Salan gekk vel og í kjölfarið fylgdi ávinnsluherfi og síðan úðadælur. Árið 1963 var nafni fyrirtækisins breytt í Versatile Manufacturing Ltd. Þremur árum síðar setti það fyrstu dráttarvélina á markað.

Dráttarvélaframleiðslan kemst á skrið

Fyrsta dráttarvél Versatile kom á markað á því herrans ári 1966. Traktorinn var fjórhjóladrifinn, 100 hestöfl og með sex strokka Ford mótor og kallaðist Versatile D-100. Skömmu síðar sendi fyrirtækið frá sér Versatile G-100 sem einnig var 100 hestöfl en með V8 mótor frá Chrysler. Báðar vélar voru með þrjá gíra áfram og einn afturábak og kostuðu um 10.000 Bandaríkjadali á þávirði.

Þrátt fyrir að verðið þætti sanngjarnt voru einungis 100 dráttarvélar af gerðinni D-100 og 25 af gerðinni G-100 framleiddar.

Fyrirtækið var þó ekki af baki dottið og á næstu tveimur árum send það frá sér nokkrar mismunandi týpur. Fyrst kom Versatile D-118 og í kjölfarið Versatile 125 og 145. Því næst sjálfknúin þreskivél Versatile SP430 og önnur dráttarvéladregin SP400, auk þess sem fyrirtækið hóf framleiðslu á sláttuvélum árið 1968.

Á sjöunda áratug síðustu aldar setti fyrirtæki á markað nokkra týpur af stórum og kraftmiklum dráttarvélum. Versatile 700, 800, 850 og 900 sem voru á bilinu 220 til 300 hestöfl. Uppfærslur á þessum týpum kölluðust Versatile 750, 825 og 950.

Versatile á stærstu dráttarvél síns tíma á sjöunda áratugnum. Traktorinn sem var átta hjóla tröll sem vó 26 tonn og kallaðist Versatile 1080, eða Big Roy, og var 600 hestöfl. Hann fór aldrei í framleiðslu.

Tíð eigendaskipti

Árið 1977 keypti Cornat Industries ráðandi hlut í Versatile Manufacturing Ltd en seldi hann tíu árum seinni til Ford New Holland sem var að stórum hluta í eigu Fiat og var nafni Vesatile dráttarvélanna breytt í New Holland. Aldamótaárið 2000 Keypti Buhler Industries Versatile af Fiat þegar Fiat og Case IH runnu saman. Eftir að Versatile komast í eigu Buhler voru dráttarvélar frá því fyrirtæki markaðssettar sem Buhler Versatile.

Árið 2007 eignaðist rússneski véla­framleiðandinn RostSelMash 80% hlut í Buhler Industries og sleppti Buhler-hlutanum úr heitinu Buhler Versatile og markaðssetur í dag dráttarvélar undir heitinu Versatile.

Skylt efni: Gamli traktorinn

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...