Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 mánaða.
Ragnheiður og Ingvar ásamt sonum sínum á góðri stund.
Ragnheiður og Ingvar ásamt sonum sínum á góðri stund.
Mynd / Aðsendar
Bóndinn 21. febrúar 2025

Verndum allan landbúnað

Nú kynnast lesendur kúabúinu á Sólheimum í Hrunamannahreppi þar sem laxveiðar er hægt að stunda að vild, enda rennur Stóra-Laxá í gegnum landið. Fjölskyldan tekur Instagram-reikning Bændablaðsins yfir á allra næstu dögum og geta áhugasamir lesendur fylgst með því.

Býli? Á Sólheimum, 7 km frá Flúðum, er rekið lítið kúabú, ásamt hrossarækt og tamningum. Við erum að klára að standsetja tvær 25 fm íbúðir fyrir ferðaþjónustu líka.

Ábúendur og fjölskyldustærð? Ingvar Jóhannsson, Ragnheiður Hallgrímsdóttir, Þorgeir Erpur Ingvarsson og Egill Marinó Ingvarsson. Við búum í gamla bænum á Sólheimum en í nýja bænum búa foreldrar Ingvars, þau Jóhann B. Kormáksson og Esther Guðjónsdóttir. Á Sólheimum eru einnig tíkin Tara og hesthúsakisan Solla sæta. Ingvar og Ragnheiður reka búið og eldri hjónin farin að leika sér eins og yngri kynslóðin gerði áður.

Bræðurnir Þorgeir Erpur og Egill Marinó una sér vel við leik og störf.

Stærð jarðar? Jörðin telur um 650 hektara. Ræktuð tún um 70 hektarar og restin nýtt sem beitiland fyrir úti- gangshross. Það svæði er mikið til fjalllendi auk þess sem Stóra-Laxá rennur í gegnum landið okkar og Stóra- Laxárgljúfur endar einnig hjá okkur.

Gerð bús? Á Sólheimum er 238.300 lítra mjólkurkvóti og við með 40–42 árskýr. Lítil tamningarstöð og svo höfum svo verið að bjóða upp á graðhestahólf og graðhestauppeldi auk þess að prufa okkur áfram í hrossaræktinni til gamans.

Fjöldi búfjár? Um 80 nautgripir í heildina. Það skiptist í uppeldi og mjólkandi kýr en á bænum eru að jafnaði um 40–42 mjólkandi kýr. Á bænum eru um 50 hross, folaldshryssur, uppeldistrippi og hross sem eru á mismunandi stigum tamningar auk nokkurra hænsnfugla.

Hvers vegna velur þú þessa búgrein? Þar sem Ingvar ólst upp á Sólheimum en Ragnheiður á hrossaræktarbúi/ tamningarstöð var draumurinn að búa og ala börnin okkar upp í sveit, í náttúrunni, eins mikið og hægt var. Hins vegar ætlaði hvorugt okkar að vera kúabændur þótt kýrnar veiti okkur í dag mikla ánægju líkt og aðrar skepnur á bænum. Líkt og í laginu „Frelsið er yndislegt, ég geri það sem ég vil“.

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Ingvar gefur morgungjöfina í hesthúsinu og sinnir kúnum á meðan Ragnheiður sér um að koma drengjum í skóla og leikskóla. Eftir morgunverkin er sest niður í heilagan morgunbolla, staðan tekin fyrir daginn og svo sinnir Ragnheiður vanalega tamningum en Ingvar sér um bústörf, smíðar og aðhlynningu véla. Seinni partinn er mjólkað, gefin kvöldgjöf í hesthúsinu og eldri drengurinn fær aðstoð við heimalærdóm.

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Moka skítinn að haughúsinu þegar blessaðar flórsköfurnar stoppa. Afskaplega leiðinlegt, en líka mjög gefandi og skemmtilegt þegar flórinn er orðinn hreinn. Þetta gerist sem betur fer ekki oft! Heyskapurinn er líka mjög skemmtilegur tími á þessum bæ, en strákarnir okkar elska þann tíma og vilja ekkert annað gera en að sitja með okkur uppi í traktor nánast allan daginn.

Hvernig er að búa í dreifbýli? Algjör forréttindi, mikið frelsi, friður og falleg náttúra. Vissulega fylgir lengri vegalengd slíkri ákvörðun, en vel þess virði því þjónustan hér í Hrunamannahreppi er að síaukast.

Hvað er það jákvæða við að vera bóndi? Enginn dagur er eins, verkefnin misjöfn og við lærum eitthvað nýtt daglega. Ákveðinn lífsstíll er auðvitað fólginn í því að vera bóndi, maður er oft bundinn heima við, en síðan koma líka skemmtilegir dagar á móti.

Hverjar eru áskoranirnar? Að hafa góða yfirsýn yfir alla gripi á bænum og ná góðum heyjum. Við leggjum mikið upp úr því að öllum skepnum líði vel og fái eins gott fóður og hægt er.

Hvernig væri hægt að gera búskapinn ykkar hagkvæmari? Öll aðföng sem viðkoma búskapnum okkar eru dýr þannig við værum til í að sjá breytingu á því. Einnig að útbúin yrði góð leið í kynslóðaskiptum til þess að létta á bæði kaupanda og seljanda.

Hvernig sjáið þið landbúnað á Íslandi þróast næstu árin? Okkur finnst að það þurfi að vernda allan landbúnað á Íslandi betur. Það þarf að þora að standa með okkur bændum því það erum við sem sköffum steikina á diskinn þinn, rjómann í sósuna, grænmetið, kartöflurnar, eggin, beikonið og svo lengi mætti telja! Kæri lesandi, keyptu íslenskar afurðir, því þú veist hvaðan þær koma.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? T.d. þegarbóndinnábænum keyrði í gegnum nýuppsett hlið á buggybíl! Þá var hann nýbakaður faðir og hafði verið úti að girða heila helgi með góðum hópi af fólki en þarna tók þreytan öll völd og vit og maðurinn þrumaði í gegnum nýja hliðið, mikið var hlegið að þessu atviki en enginn slasaðist. Það var líka gaman að fara með hryssu í kynbótadóm síðastliðið vor, fyrsta hryssan í okkar eigu sem nær þeim áfanga.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...