Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Öflugir verktakar á Húsavík hafa tekið sig saman og ætla að opna nýja byggingavöruverslun í bænum innan skamms en mikil umsvif eru á svæðinu tengd byggingaframkvæmdum.
Öflugir verktakar á Húsavík hafa tekið sig saman og ætla að opna nýja byggingavöruverslun í bænum innan skamms en mikil umsvif eru á svæðinu tengd byggingaframkvæmdum.
Mynd / Framsýn
Líf og starf 21. mars 2022

Verktakar á Húsavík opna byggingavöruverslun

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Öflugir verktakar á Húsavík hafa tekið sig saman og ætla að opna nýja byggingavöruverslun í bænum innan skamms. Húsa­smiðjan lokaði sinni verslun í bænum og einnig á Dalvík, en allur rekstur fyrirtækisins verður sameinaður í nýrri versl­un á Akureyri.

Verslunin heitir Heimamenn og verður að Vallholtsvegi 8 á Húsavík, sem á sér langa sögu um rekstur byggingavöruverslunar, þar var áður Byggingavörudeild KÞ, KÞ Smiðjan og einnig Húsasmiðjan. Eigendur hins nýja félags, Heimamanna ehf., eru nokkur fyrirtæki á Húsavík:

Val ehf., Steinsteypir ehf., Vermir sf., Trésmiðjan Rein ehf. og Bæjarprýði ehf. Í versluninni verða seldar allar helstu byggingavörur sem í boði eru, ásamt málningu, hreinlætistækjum og öðru sem tengist viðhaldi og nýbyggingu.

Mikil uppbygging í gangi

Mikil uppbygging er nú í Þingeyjar­sýslu segir á vef Framsýnar, stéttar­félags þar sem greint er frá hinni nýju byggingavöruverslun. Nýtt 60 rýma hjúkrunarheimili er í byggingu á Húsavík og einnig fjölbýlishús fyrir 55 ára og eldri. Umtalsverð uppbygging er í gangi hjá fiskeldisfyrirtækjum í sýslunni og mörg fyrirtæki hafa lýst yfir áhuga á að hefja starfsemi á Bakka við Húsavík. Þá er vitað að mikil vöntun er á íbúðarhúsnæði á Húsavík og víðar í Þingeyjarsýslum.

„Stéttarfélögin fagna að sjálfsögðu þessu magnaða framtaki Heimamanna og skora á íbúa á svæðinu að beina viðskiptum sínum til þeirra, það er, verslum sem mest í heimabyggð hjá Heimamönnum og öðrum verslunareigendum sem halda úti verslun og þjónustu í heimabyggð,“ segir á vefsíðu Framsýnar. 

Skylt efni: Húsavík

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...