Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
Votlendið á Mið-fossum sem verður endurheimt.
Votlendið á Mið-fossum sem verður endurheimt.
Á faglegum nótum 16. júlí 2025

Verkefni á sviði endurheimtar og líffræðilegs fjölbreytileika

Höfundur: Ragnheiður I. Þórarinsdóttir, rektor Landbúnaðarháskóla Íslands og Jóhanna Gísladóttir, lektor við sama skóla.

Í síðustu viku var undirritaður samningur við Evrópusambandið um verkefnið Peatland LIFEline.is sem snýr að endurheimt votlendis og stuðning við líffræðilegan fjölbreytileika. Verkefnið er styrkt af LIFE-sjóðnum og er samstarf 7 stofnana og leiðir Landbúnaðarháskóli Íslands verkefnið. Land og skógur er einnig með stóran þátt í verkefninu og leggur til landsvæði á Suðurlandi og á Austfjörðum. Landbúnaðarháskólinn leggur til landsvæði á Hvanneyri, MiðFossum, Hesti, Mávahlíð og Kvígstöðum. Aðrir samstarfsaðilar eru Náttúrufræðistofnun, Fuglavernd, Hafrannsóknastofnun, Náttúruverndarstofnun og Royal Society for the Protection of Birds í Bretlandi.

Andakíll RAMSAR friðlandið er staðsett innan Hvanneyrarjarðar. Það nær yfir austurhluta ósa Borgarfjarðar og nærliggjandi votlendi inn til landsins. Svæðið nærist af Hvítá og Andakílsá og nær yfir flæðiengjar, votlendi og slægjumýrar sem nýttar eru til heyskapar. Þá eru stórar mýrar nýttar sem beitiland. Flæðisvæðið er mikilvægt dvalar-, fæðu- og varpsvæði fyrir votlendisfugla, sérstaklega fyrir þrjár marktegundir Peatland LIFEline.is verkefnisins, rauðbrysting, jarðrökuna og stelk. Vegna fjölbreytilegs náttúrulegs umhverfis hefur Hvanneyrarsvæðið mikið vísindalegt gildi og er nýtt til kennslu og fjölbreyttra rannsókna.

Andakíll Ramsar-svæðið var upphaflega stofnað til verndar heiðagæsar, þar sem svæðið er vel þekkt viðkomusvæði tegundarinnar. Búsvæði svæðisins, þ.e. ósar, mýrlendi, lyngmóar og flæðiengjar, eru forsenda fyrir ríkulegu fuglalífi. Svæðið er nýtt af 58 fuglategundum, þar af verpa 34 tegundir á svæðinu, svo sem haförn sem er í útrýmingarhættu á landsvísu, og rauðbrystingur sem er viðkvæm tegund á alþjóðavísu. Hluti mýrlendisins, lyngmóa og flæðisvæða er í röskuðu ástandi (í framræslu eða rofi) og því hefur gildi þeirra fyrir fugla minnkað verulega. Markmið verkefnisins er að endurheimta þessi röskuðu svæði og þar með bæta heildarstöðu Ramsarsvæðisins með tilliti til viðhalds og/ eða eflingar fuglabreytileika þess.

Umfang verkefnisins er rúmlega 8 milljónir evrur og er stuðningur LIFE-sjóðsins 75%, eða um 6 milljónir evra sem samsvarar um milljarði íslenskra króna. Verkefnið hefst formlega þann 1. september næstkomandi og er til 66 mánaða, eða til loka febrúar 2031. Þetta er umfangsmesta verkefni sem Landbúnaðarháskóli Íslands hefur stýrt og hlökkum við til að takast á við það.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...