Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Tjaldborg á Glastonbury hátíðinni 2013
Tjaldborg á Glastonbury hátíðinni 2013
Skoðun 19. júní 2014

Verið til friðs

Höfundur: Freyr Rögnvaldsson

Á efri unglingsárum mínum snerist lífið á sumrin um vinnu og skemmtanir. Í sveitinni var skemmtanalífið fremur einfalt. Reglulega skelltum við okkur á böll í Miðgarði og í öðrum félagsheimilum í Skagafirði og það kom fyrir að við brugðum okkur á böll í næstu héruðum. Þá voru viðkomustaðirnir Sjallinn á Akureyri, Ýdalir í Aðaldal, félagsheimilið á Blönduósi og Víðigerði í Vestur-Húnavatnssýslu, svo dæmi séu tekin.

En útihátíðir eða bæjarhátíðir voru fátíðar á þessum árum. Stærsti viðburður hvers sumars í skemmtanalífi djammþyrstra ungmenna var verslunarmannahelgin. Þá þyrptumst við á útihátíðir hingað og þangað um landið, til Vestmannaeyja og Akureyrar til að mynda. Þetta voru svo sem ágætar skemmtanir en einkenndust auðvitað af öskrandi fylleríi, uppbyggðri unglingagreddu, slagsmálum og almennum djöfulskap.

Á síðustu árum hefur útihátíðum og bæjarhátíðum snarfjölgað, svo mikið að það væri fast að því hægt að leggjast í útlegð yfir sumarmánuðina og þræða sig eftir þjóðvegunum frá einni slíkri hátíð til annarrar. Með því hefur vægi verslunarmannahelgarinnar töluvert minnkað. Fyrir 15 til 20 árum síðan var algjör goðgá að skella sér ekki á útihátíð þá helgi.

Hins vegar er það nú svo að þessar útihátíðir og bæjarhátíðir eru misjafnar. Sumar virðast hafa tekið í arf það versta og vitlausasta sem verslunarmannahelgin hafði (og hefur enn) að bjóða. Dæmi um þetta er Besta útihátíðin sem haldin var á Gaddstaðaflötum í byrjun júlí 2012. Þar tókst nokkur þúsund manns ekki að koma saman án þess að nauðgun væri kærð og allt logaði í slagsmálum. Ekki efa ég að megnið af þeim sem á hátíðina komu hafi skemmt sér vel, rétt eins og ég gerði um verslunarmannhelgar hér í denn. En þrátt fyrir mikla gæslu og forvarnir fyrir hátíðina fór þetta nú ekki betur. Aðstandendur Írskra daga á Akranesi hafa ævinlega gert sitt besta til að hún fari vel fram. Samt sem áður er það fastur liður að upp komi líkamsárásir og vesen á hátíðinni.

En það er ekkert náttúrulögmál að þetta þurfi að vera svona. Á þungarokkshátíðinni Eistnaflugi sem haldin er á Neskaupsstað hefur aldrei komið upp nauðgun og það er hending að það komi til handalögmála. Sömu sögu má segja um tónlistarhátíðina Bræðsluna á Borgarfirði eystri. Á báðum þessum hátíðum er enda lagt út af því af hálfu skipuleggjenda að fólk skuli skemmta sér fallega. Eins og Stebbi Magg, skipuleggjandi Eistnaflugs, segir á hverju kvöldi hátíðarinnar: Ekkert fökking vesen, annars held ég aldrei aftur Eistnaflug.

Síðasta sumar fór ég á tónlistarhátíðina Glastonbury Festival í Englandi. Þar komu saman 130.000 manns og skemmtu sér í fimm daga undir tónum Rolling Stones, Portishead og annarra stórgóðra tónlistarmanna. Ekki ein einasta líkamsárás var kærð eftir hátíðina.

130.000 Bretar og gestir þeirra geta skemmt sér vandræðalaust á útihátíð. Gestir Bræðslunnar og Eistnaflugs geta það líka. Væri til of mikils mælst að gestir annarra íslenskra útihátíða gætu slíkt hið sama? 

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...