Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Ingibjörg Davíðsdóttir.
Ingibjörg Davíðsdóttir.
Í deiglunni 19. desember 2023

Verður rekinn á viðskiptalegum forsendum

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Unnið hefur verið að undirbúningi Íslenska fæðuklasans um nokkurt skeið og stefnt að því að hann taki til starfa snemma á næsta ári.

Að sögn Ingibjargar Davíðsdóttur, sem haft hefur forgöngu um stofnun klasans, eru nánast öll formsatriði frágengin og viðræður við helstu bakhjarla starfseminnar vel á veg komnar.

„Hún verður á viðskiptalegum forsendum,“ segir Ingibjörg, spurð um hvers eðlis starfseminnar verði. Hugmyndin er að hún þjóni frumkvöðlastarfi og verðmætasköpun á landsvísu og verði þannig ekki bundin við einstaka landshluta.

Eiga undir högg að sækja

Landbúnaður og fæðuframleiðsla hafa verið stunduð á Íslandi frá fyrstu tíð og segir Ingibjörg að hvoru tveggja hljóti að teljast lykilþáttur í íslensku atvinnulífi og menningu. Á sama tíma sé fullkomlega ljóst, að sem atvinnugrein, hafi land­búnaður og fæðutengd starfsemi átt undir högg að sækja. Staðan sé þung, starfsskilyrði bænda erfið og nýliðun í stéttinni á undanhaldi. Það sé erfitt að vera „eingöngu“ bóndi og matvælaframleiðandi – að leggja sitt af mörkum til fæðuöryggis og á sama tíma að reyna að ná endum saman. Hugmyndin með Íslenska fæðu­ klasanum er að hann nái yfir hvers kyns verðmætasköpun í landbúnaði og fæðutengdri starfsemi; ræktun, framleiðslu og vinnslu, en einnig til sviða sem tengjast sölu og neyslu. „Við munum leggja áherslu á frumkvöðla­ og sprotastarfsemi auk nýsköpunar og verðmætaskapandi samstarfsverkefnum,“ segir hún.

Samstarfsverkefnin eiga meðal annars að stuðla að styrkingu byggða með starfsemi verkefna á landsbyggðinni og klasinn mun taka þátt í alþjóðlegum verkefnum þegar það á við.“

Mun sjálf stýra starfseminni frá byrjun

Þegar Ingibjörg er spurð um hvort neikvæð rekstrarskilyrði í landbúnaði og matvælaframleiðslu – og rekstrarafkomu í þessum greinum – sé ekki hamlandi fyrir stofnun fæðuklasans, segir hún að það sé kannski einmitt ein af ástæðum þess að hún ákvað að ráðast í verkefnið. Hún segist hafa mætt miklum skilningi og stuðningi hjá stjórnvöldum, ekki síður en atvinnulífinu, hún nefnir að ríkisstjórn og innviðaráðuneytið hafi hjálpað henni að taka fyrstu skrefin. Enn fremur segist hún hafa notið góðs af samstarfi við háskóla­ og rannsóknarsamfélagið, sveitarfélög, aðra klasa, fyrirtæki og samtök af ýmsu tagi, en játar því að hafa enn ekki komist yfir að ræða við alla þá sem lagt gætu lóð á vogarskálarnar.

Hún gerir ráð fyrir því að stýra sjálf klasanum – og fylgja eftir hugmyndum sínum um starfsemina. „Ég er í leyfi núna frá störfum í utanríkisþjónustunni og útiloka ekki að snúa þangað aftur í framtíðinni. 

Á þessu stigi er þó forgangsmál að koma Íslenska fæðuklasanum á legg. Það er mikil gerjun í þessum geira og fjölmargar góðar hugmyndir sem þarf að fóstra. Innan klasans verður hægt að fá stuðning og ráðgjöf réttra aðila; einstaklinga, fyrirtækja, fjárfesta, stofnana og annarra sem sýna hugmyndinni áhuga til áframhaldandi þróunar.

Það hefur vantað hvetjandi vettvang fyrir hugmyndir og verkefni innan landbúnaðarins og fæðutengdrar starfsemi.

Íslenska fæðuklasanum er ætlað að mæta þessari þörf og er hann settur upp á viðskiptalegum forsendum, til að koma góðum verðmætaskapandi hugmyndum í réttan farveg,“ segir Ingibjörg enn fremur.

Hún reiknar með að hægt verði að ýta Íslenska fæðuklasanum úr vör fyrir lok janúar.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...