Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Myndin sýnir samanburð á þróun verðlags samkvæmt greiningu á neysluvísitölu fyrir árin 2016–2022 (febrúar).  Frá upphafi árs 2016 hafa matvæli hækkað um 18% og lambakjöt 16%. Hækkun vísitölu yfir sama tímabil er 22,3%.  Hrun afurðaverðs 2016 og 2017 kom fram í lækkuðu smásöluverði. Það er ekki fyrr en nú á síðustu árum að sú leiðrétting hefur náðst til baka. Eftir er síðan að taka tillit til hækkunar aðfanga árið 2021 og síðan þeirra hækkana sem orðnar eru og munu verða, dragist stríðið í Úkraínu á langinn.
Myndin sýnir samanburð á þróun verðlags samkvæmt greiningu á neysluvísitölu fyrir árin 2016–2022 (febrúar). Frá upphafi árs 2016 hafa matvæli hækkað um 18% og lambakjöt 16%. Hækkun vísitölu yfir sama tímabil er 22,3%. Hrun afurðaverðs 2016 og 2017 kom fram í lækkuðu smásöluverði. Það er ekki fyrr en nú á síðustu árum að sú leiðrétting hefur náðst til baka. Eftir er síðan að taka tillit til hækkunar aðfanga árið 2021 og síðan þeirra hækkana sem orðnar eru og munu verða, dragist stríðið í Úkraínu á langinn.
Á faglegum nótum 6. apríl 2022

Verðþróun lambakjöts á stríðstímum

Höfundur: Trausti Hjálmarsson, formaður deildar sauðfjárbænda hjá BÍ

Vorið er á næsta leiti og sauðburður rétt handan við hornið. Sauðfjárbændur eru margir hverjir uggandi yfir sinni afkomu, hvert verður endanlegt skilaverð á dilkakjöti til bænda haustið 2022? Við vitum sem er að rekstur sauðfjárbúa hefur á síðastliðnum árum verið afar erfið­ur. En hvernig sjáum við afkomu okkar þróast á þeim óvissutímum sem nú eru?

Árið 2021 varð gífurlega hækkun á öllum rekstrarvörum bænda, hækkanir sem eiga sér ekki mörg fordæmi og eru enn ekki að fullu komnar fram. Þá er ljóst að stríðið í Úkraínu er nú þegar farið að hafa áhrif á viðskipti með matvæli um allan heim. Dragist stríðið á langinn verða áhrif á matvælaverð enn meiri.

Aukinn kostnaður við fram­leiðslu á vörum kallar á aðhald í rekstri. Hvað varðar sauðfjárbændur er ljóst að nú þegar er búið að leita allra leiða til hagræðingar í rekstri. Það er því óhjákvæmilegt annað en að þær kostnaðarhækkanir sem nú dynja á okkur munu þurfa að koma fram í hækkuðu afurðaverði. Sauð­fjár­bændur hafa síðan frá verð­fallinu 2016–2017 lagt sig fram við að sýna því skilning að það tekur tíma að ná markaðslegu jafnvægi, og þannig að ná fram leiðréttingu á afurðaverði samhliða jafnvægi í framleiðslu og sölu. En lengra verður ekki gengið í því að ætla sauðfjárbændum að framleiða lambakjötið án sanngjarnrar af­komu.

Íslenskir neytendur vilja hafa aðgang að lambakjöti og hverjir eru betur til þess fallnir að framleiða lambakjöt en íslenskir sauðfjárbændur, bændur sem hafa með útsjónarsemi og réttum ákvörðunum í gegnum tíðina tekist að byggja upp framleiðslu á hágæðavöru fyrir íslenska neytendur?

Eina leiðin til að tryggja neytendum aðgang að íslensku lambakjöti er að tryggja sauðfjár­bændum afkomu, sanngjarna afkomu af sinni vinnu. Við þurfum að fara í sameiningu yfir það hvort við séum að skipta kökunni rétt. Getum við sameinast um það að hækka það hlutfall sem bændur fá af endanlegu skilaverði? Það er verkefni afurða­stöðva og verslana. Bændur hafa ekki aðkomu að verðlagningu á lambakjöti þannig að við verðum að treysta á aðra í þeim efnum. Það þarf að vera samstarfsverkefni allra aðila virðiskeðjunnar að rétta hlut sauðfjárbænda.

Trausti Hjálmarsson,
formaður deildar sauðfjárbænda hjá BÍ

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...