Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Innflutt grænmeti hækkaði umtalsvert meira á tímabilinu en innlent grænmeti.
Innflutt grænmeti hækkaði umtalsvert meira á tímabilinu en innlent grænmeti.
Fréttir 3. desember 2020

Verðþróun á dagvörumarkaði: Innfluttar vörur í flestum tilvikum hækkað mun meira

ASÍ hefur skilað skýrslu til Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins (ANR) um verðkönnun á innlendum og innfluttum landbúnaðarvörum á tímabilinu frá desember 2019 til ágúst 2020. Skýrslan sýnir að í flestum tilvikum hafa innfluttar búvörur hækkað mun meira í verði en innlendar, mestur er munurinn á innfluttu og innlendu grænmeti.

 

Verðbreyting frá desember 2019 til september 2020:

 

Vöruflokkur í könnun
Innfluttar vörur
Innlendar vörur

Nautakjöt

2,20%

1,60%

Svínakjöt

7,90%

3,70%

Alifuglakjöt

-1,30%

3,30%

Unnar kjötvörur

4,80%

5,10%

Ostar

9,00%

6,50%

Tómatar

15%

-1%

Gulrætur

26%

5%

Sveppir

10%

1%

Paprikur

19%

-3%

Ísl. rófur

-

-11%

 

Skýrslan er unnin samkvæmt þjónustusamningi sem ASÍ og ANR gerðu í lok árs 2019. Í skýrslunni kemur fram að framboð eða úrval á þeim landbúnaðarvörum sem könnunin náði hafi aukist töluvert á tímabilinu, bæði er varðar innfluttar og innlendar vörur. Framboð á innfluttum vörum jókst verulega í mörgum vöruflokkum, mest á innfluttu svínakjöti og fuglakjöti, en framboð af nautakjöti og ostum jókst einnig mikið. Framboð innlendra vara virðist í flestum tilvikum aukast á sama tíma. 

Skýrslan er unnin samkvæmt þjónustusamningi sem ASÍ og ANR gerðu í lok árs 2019. Í skýrslunni kemur framframboð eða úrval á þeim landbúnaðarvörum sem könnunin náði hafi aukist töluvert á tímabilinu, bæði er varðar innfluttar og innlendar vörur. Framboð á innfluttum vörum jókst verulega í mörgum vöruflokkum, mest á innfluttu svínakjöti og fuglakjöti, en framboð af nautakjöti og ostum jókst einnig mikið. Framboð innlendra vara virðist í flestum tilvikum hafa aukist á sama tíma. 

Verðhækkanir á innfluttu svínakjöti og innfluttum ostum var samkvæmt skýrslunni töluvert meiri en á innlendum vörum í sömu flokkum. Minni munur var á verðhækkunum á innfluttu og innlendu nautakjöti. Innfluttar unnar kjötvörur (reykt kjöt, álegg, pylsur o.þ.h.) hækkuðu minna í verði en þær innlendu. Innflutt alifuglakjöt lækkaði í verði á meðan innlent alifuglakjöt hækkaði í verði. Mestar verðhækkanir voru á ostum í könnuninni, en innfluttir ostar hækkuðu um 9prósent samanborið við 6,5 prósent hækkun á innlendum ostum. 

Þá kemur fram að á því tímabili sem verðtakan fór fram veiktist gengi krónunnar um 16,7 prósent. Veiking krónunnar hafitilhneigingu til að fara nokkuð hratt út í verðlag á dagvörumarkaði. 

Almennt virðist innflutt grænmeti hækkað umtalsvert meira á tímabilinu en innlendar vörur. Framboð reyndist hins vegar nokkuð óstöðugt og liggja ekki eins góð verðgögn fyrir um grænmeti, líkt og fyrir kjöt og osta. 

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...

Grípa þarf tækifærin
Fréttir 26. mars 2024

Grípa þarf tækifærin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, telur að bændur eigi að leyfa sér að hor...