Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Innflutt grænmeti hækkaði umtalsvert meira á tímabilinu en innlent grænmeti.
Innflutt grænmeti hækkaði umtalsvert meira á tímabilinu en innlent grænmeti.
Fréttir 3. desember 2020

Verðþróun á dagvörumarkaði: Innfluttar vörur í flestum tilvikum hækkað mun meira

ASÍ hefur skilað skýrslu til Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins (ANR) um verðkönnun á innlendum og innfluttum landbúnaðarvörum á tímabilinu frá desember 2019 til ágúst 2020. Skýrslan sýnir að í flestum tilvikum hafa innfluttar búvörur hækkað mun meira í verði en innlendar, mestur er munurinn á innfluttu og innlendu grænmeti.

 

Verðbreyting frá desember 2019 til september 2020:

 

Vöruflokkur í könnun
Innfluttar vörur
Innlendar vörur

Nautakjöt

2,20%

1,60%

Svínakjöt

7,90%

3,70%

Alifuglakjöt

-1,30%

3,30%

Unnar kjötvörur

4,80%

5,10%

Ostar

9,00%

6,50%

Tómatar

15%

-1%

Gulrætur

26%

5%

Sveppir

10%

1%

Paprikur

19%

-3%

Ísl. rófur

-

-11%

 

Skýrslan er unnin samkvæmt þjónustusamningi sem ASÍ og ANR gerðu í lok árs 2019. Í skýrslunni kemur fram að framboð eða úrval á þeim landbúnaðarvörum sem könnunin náði hafi aukist töluvert á tímabilinu, bæði er varðar innfluttar og innlendar vörur. Framboð á innfluttum vörum jókst verulega í mörgum vöruflokkum, mest á innfluttu svínakjöti og fuglakjöti, en framboð af nautakjöti og ostum jókst einnig mikið. Framboð innlendra vara virðist í flestum tilvikum aukast á sama tíma. 

Skýrslan er unnin samkvæmt þjónustusamningi sem ASÍ og ANR gerðu í lok árs 2019. Í skýrslunni kemur framframboð eða úrval á þeim landbúnaðarvörum sem könnunin náði hafi aukist töluvert á tímabilinu, bæði er varðar innfluttar og innlendar vörur. Framboð á innfluttum vörum jókst verulega í mörgum vöruflokkum, mest á innfluttu svínakjöti og fuglakjöti, en framboð af nautakjöti og ostum jókst einnig mikið. Framboð innlendra vara virðist í flestum tilvikum hafa aukist á sama tíma. 

Verðhækkanir á innfluttu svínakjöti og innfluttum ostum var samkvæmt skýrslunni töluvert meiri en á innlendum vörum í sömu flokkum. Minni munur var á verðhækkunum á innfluttu og innlendu nautakjöti. Innfluttar unnar kjötvörur (reykt kjöt, álegg, pylsur o.þ.h.) hækkuðu minna í verði en þær innlendu. Innflutt alifuglakjöt lækkaði í verði á meðan innlent alifuglakjöt hækkaði í verði. Mestar verðhækkanir voru á ostum í könnuninni, en innfluttir ostar hækkuðu um 9prósent samanborið við 6,5 prósent hækkun á innlendum ostum. 

Þá kemur fram að á því tímabili sem verðtakan fór fram veiktist gengi krónunnar um 16,7 prósent. Veiking krónunnar hafitilhneigingu til að fara nokkuð hratt út í verðlag á dagvörumarkaði. 

Almennt virðist innflutt grænmeti hækkað umtalsvert meira á tímabilinu en innlendar vörur. Framboð reyndist hins vegar nokkuð óstöðugt og liggja ekki eins góð verðgögn fyrir um grænmeti, líkt og fyrir kjöt og osta. 

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...