Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Verðmæt vara þróuð úr vannýttu hráefni
Í deiglunni 19. október 2023

Verðmæt vara þróuð úr vannýttu hráefni

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Mikið fellur til í íslenskri garðyrkju sem afskurður og er ekki nýtt í dag nema í besta falli sem úrgangur til moltugerðar. Hjá Matís hefur verið unnið að því að þróa verðmæta vöru úr þessu vannýtta hráefni.

Komið hefur í ljós við efna­greiningar á þessum úrgangi að hann er ríkur af ýmsum verðmætum efnum; trefjum, lífvirkum efnum, bragð­ og lyktarefnum, vítamínum og steinefnum. Niðurstöður greininganna benda til að heildar­magn steinefna sé ekki minna í hliðarafurðunum en í sjálfri uppskerunni. Eva Margrét Jónudóttir, verkefnastjóri hjá Matís, segir að það sé tími til kominn að fara að huga að fullvinnslu garðyrkjuafurða, eins og tíðkist til dæmis í fiskvinnslu og í æ meira mæli í kjötvinnslu. Til að sýna fram á möguleika þessa hráefnis hefur verið þróuð tiltekin vara hjá Matís, kryddblanda sem er hugsuð til notkunar í kjötbollugerð og inniheldur frostþurrkaðar hliðarafurðir úr grænmetisframleiðslu.

Með notkun á blöndunni sé verið að einfalda eldamennskuna, bæta næringarinnihald og á sama tíma nýta hliðarafurðir sem annars færu til spillis. Vöruþróunin sé ekki séríslensk uppfinning, sams konar vörur séu til hér í verslunum en hafi ekki verið mjög áberandi á Íslandi – og alls engin innlend framleiðsla. Eva segir að hjá Matís sé ekki ætlunin að framleiða eða selja þessa vöru. „Þetta er eingöngu hugmynd að uppskrift og vinnsluferli sem við setjum fram og hver sem vill má nýta eða þróa áfram eftir sínu höfði,“ segir hún. Um samstarfsverkefni er að ræða með Orkídeu og Bændasamtökum Íslands, en það var styrkt af Matvælasjóði.

Nánar er fjallað um verkefnið á blaðsíðu 32–33. í nýju Bændablaði sem kom út í dag. 

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...