Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Verðmæt gæs að grípa
Af vettvangi Bændasamtakana 12. september 2025

Verðmæt gæs að grípa

Höfundur: Steinþór Logi Arnarsson, formaður Samtaka ungra bænda.

Verðmætasköpun ásamt styrkingu innviða og öryggis verður þema haustsins hjá ríkisstjórninni segir Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra. „Við ætlum að fjölga vel launuðum störfum um land allt og styðja við hagvöxt í góðu jafnvægi,“ sagði hún nýlega við kynningu nýrrar atvinnustefnu sem vinna á í vetur. Það getur því ekki átt betur við en svo að sem hluta af þeirri þemavinnu fari fram ígrundað samtal stjórnvalda og bænda um starfsskilyrði í landbúnaði; búvörusamninga og heildarmyndina.

Fyrir undirrituðum birtist heildamynd landbúnaðarins sem flókin mósaík þar sem sumt vinnur saman en annað ekki eins vel. Þar sem sumt er unnt að meta til fjár og annað ekki. Allt í senn er landbúnaður atvinnuvegur sem skapar verðmæti og krefst þannig þekkingar og tækni, stoð byggðafestu um land allt, órjúfanlegur hluti menningar okkar og sögu, lýðheilsumál, umhverfis- og loftslagsmál, öryggismál, hreiður auðlinda þjóðarinnar og þannig væri hægt að telja áfram. Ábyrgð okkar sem ætlað er að leiða samtalið í jörð svo úr verði samkomulag og síðar samningar er mikil enda mikið í húfi en um leið til mikils að vinna sem vegur þyngra.

Verðmæti og umsvif landbúnaðar og landbúnaðarafurða í íslensku efnahagslífi eru óumdeild. Framleiðsluvirði afurða í landbúnaði stefnir hraðbyri að því að rjúfa 100 milljarða múrinn en það var yfir 90 milljarðar árið 2024. Það eru mörg handtökin sem láta þessi verðmæti verða til en óbein störf af landbúnaði eru síðan fleiri en bein störf en samtals telja þau hátt í níu þúsund störf. Þróunin er sú að verðmætasköpun á hvert starf í landbúnaði hefur aukist talsvert umfram almenna þróun enda færri bændur að framleiða meira en áður. Áhyggjuefnið er það að á sama tíma hafa laun í mörgum búgreinum ekki hækkað að nafnvirði í næstum tíu ár. Framleiðni hefur ekki aukist nægilega til að mynda launagreiðslugetu í of mörgum tilvikum. Nú er tíminn til að rjúfa þá kyrrstöðu. Það kallar þó í flestum tilvikum á fjárfestingar og þá reynir á útsjónarsemi.

Að auka framlegð og framleiðni fer vel saman á hverskonar einingar; fermetra, hektara, vinnustundir, afurðir eftir aðföng eða allt í bland, mikilvægt er að viðhalda þróun í þá átt. Tækifærin til að gera betur og gera meira eru til staðar. Þá gætu markmið stjórnvalda gengið eftir með fleiri vel launuðum störfum um landið allt og um leið fækkað ólaunuðum sjálfboðastörfum í landbúnaði. Bindum því vonir um að áður en um langt líður verði skilyrðin til fjárfestinga bætt svo um muni og skilaboð stjórnvalda verði skýr. Í þeim anda sagði Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra nýlega í erindi sínu um nýja atvinnustefnu:

„Því ríkið er betri bandamaður fyrir atvinnulífið þegar áherslurnar og forgangsmálin liggja fyrir. Þannig veitum við fyrirsjáanleika til fjárfestinga. Ekki fyrirsjáanleika doða, aðgerðaleysis og hræðslu við breytingar – heldur fyrirsjáanleika sem byggir á atorku og aðgerðum, ábyrgð og áreiðanleika.“

Bændur, látum ekki standa á okkur í að sýna fram á þjóðhagslegt mikilvægi starfa okkar með ábyrgð og stolt í öndvegi. Grípum gæsina, þau tækifæri sem við okkur blasa á stórum og smáum skala, og sýnum þjóðinni hvers virði það er fyrir samfélagið okkar að landbúnaðurinn fái að blómstra á ný með vexti og verðmætasköpun.

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...