Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Verðlag í Evrópulöndum er hæst á Íslandi og er 66% yfir meðaltali ESB-ríkjanna
Fréttir 9. júlí 2018

Verðlag í Evrópulöndum er hæst á Íslandi og er 66% yfir meðaltali ESB-ríkjanna

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Verðlag einkaneyslu heimila í 37 Evrópuríkjum sem Eurostat hefur tekið til skoðunar var hæst á Íslandi árið 2017. Það var 66% yfir meðaltali ESB28.

Í fjórum af sex undirliðum var verðlag hæst á Íslandi. Undantekningarnar eru annars vegar matur og drykkur og hins vegar farartæki.

Verðlag á mat og drykk var hæst í Sviss, þar á eftir kom Noregur og Ísland var í þriðja sæti. Verðlag á farartækjum var hæst í Danmörku, þar á eftir komu Noregur og Ísland.

Ísland sjötta mesta neyslusamfélagið

Þá kemur fram í úttekt Eurostat að neysla er mjög breytileg milli þjóða í Evrópu. Þar eru íslenskir neytendur með 17% meiri neyslu en að meðaltali í 28 ESB-ríkjum. Langmesta neyslan er í Noregi, eða 32% yfir meðaltali ESB-ríkja. Þá kemur Lúxemborg, eða 30% yfir meðaltali. Sviss er með 26% yfir meðaltali, síðan kemur Þýskaland með 22%, þá Austurríki með 18% yfir meðaltali. Ísland er svo með sjöttu mestu neyslu á mann af 37 Evrópuríkjum, eða eins og fyrr segir 17% yfir meðaltali.

Þrjár þjóðir undir helmingsneyslu af meðaltali ESB

Þrjár þjóðir eru með minna en helming af meðaltalsneyslu ESB-þjóða. Langminnst er neyslan á íbúa í Albaníu, eða aðeins 37% af meðaltali Evrópusambandsríkja. Hún er litlu meiri í Makedóníu, eða 41% og 46% af meðaltalinu í Serbíu. Í þessum þrem ríkjum er verg landsframleiðsla líka langminnst, eða frá 29 til 37% af meðaltali ESB-ríkjanna.

Skylt efni: verðlag

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...