Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Fyrirséð er að innihaldsefni tilbúins áburðar falli í verði til loka ársins 2024.
Fyrirséð er að innihaldsefni tilbúins áburðar falli í verði til loka ársins 2024.
Mynd / ÁL
Fréttir 3. nóvember 2023

Verðlækkun á áburði

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Áburðarvísitala Alþjóðabankans hefur fallið um liðlega 35 prósent frá sama tíma í fyrra í kjölfarið af samsvarandi lækkun á orkuverði, sérstaklega jarðgasi.

Ef horft er til verðbreytinga til skemmri tíma hefur áburðarvísitalan hækkað um liðlega þrjú prósent á þriðja ársfjórðungi samanborið við þann á undan. Er það vegna hækkunar á köfnunarefni, sakir rofs á framleiðslunni. Á móti kom lækkun á fosfór og kalíum sem hélt verðhreyfingunni í skefjum.

Áburðarverð er því farið að nálgast meðalverð áranna 2012 til 2019. Heildarlækkun ársins 2023 mun líklega enda í 33 prósent og eru horfur til áframhaldandi lækkunar um 15 prósent á árinu 2024. Frá þessu er greint í októberskýrslu Alþjóðabankans um horfur á hráefnismörkuðum.

Ef horft er nánar til einstakra áburðarefna, þá hækkaði köfnunarefni (í formi þvagefnis) um átján prósent á þriðja ársfjórðungi. Þrátt fyrir það eru verðin 41 prósent lægri en á sama tíma í fyrra og er áætlað að heildarverðlækkun þessa árs verði 49 prósent. Þá eru gerðar væntingar til áframhaldandi lækkunar um 13 prósent á næsta ári þegar framleiðsla kemst á skrið.

Verðin á fosfór á formi DAP (díammoníumfosfat), féllu um fimm prósent á þriðja ársfjórðungi og hafa lækkað um 34 prósent frá sama tíma í fyrra. Orkuverð stjórnar að nokkru verði DAP þar sem ammoníak er hluti efnasambandsins.

Kalíumklóríð lækkaði um sex prósent á þriðja ársfjórðungi. Miðað við sama tíma í fyrra hafa verðin fallið um 60 prósent. Gert er ráð fyrir að heildarlækkun ársins 2023 verði 55 prósent og verðið haldi áfram að falla um 22 prósent árið 2024. Þrátt fyrir viðskiptabann á Rússland og Belarús hafa bæði löndin náð að selja mun meira en áætlað var, en þau réðu yfir 40 prósent af framleiðslu á kalíumklóríð. Áðurnefnd lönd hafa komið áburðarefninu inn á Kínamarkað, á meðan Evrópulönd hafa aukið innflutning frá Kanada.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...