Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Þrír áburðarsalar hafa gefið út verðskrá fyrir þetta ár, Lífland, Skeljungur og Sláturfélag Suðurlands.
Þrír áburðarsalar hafa gefið út verðskrá fyrir þetta ár, Lífland, Skeljungur og Sláturfélag Suðurlands.
Mynd / smh
Fréttir 25. janúar 2024

Verðlækkun á áburði

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Veruleg verðlækkun er á köfnun­ar­­efnisáburði á milli ára og talsverð lækkun á tví- og þrígildum tegundum, eftir miklar hækkanir á undanförnum árum.

Þrír áburðarsalar hafa gefið út verðskrá fyrir þetta ár, Lífland, Skeljungur og Sláturfélag Suðurlands.

Elías Hartmann Hreinsson hjá Sláturfélagi Suðurlands segir að köfnunarefnisáburður hafi lækkað langmest af hefðbundnum áburðartegundum.

„Við gáfum okkar verðskrá fyrst út í desember og síðan hefur verð lækkað enn frekar. Nú er ljóst að 31 prósents lækkun er á köfnunarefnisáburðinum hjá okkur frá því í fyrra. Kalksalpeter-áburðurinn lækkar reyndar meira, eða um 42 prósent, en hann er hentugur þegar þörf er á köfnunarefni og kalki. Tví- og þrígildar tegundir lækka um 22 prósent,“ segir Elías.

Ánægjulegt að geta lækkað verð til bænda

Lúðvík Bergmann hjá Skeljungi, segir að það sé afar ánægjulegt að geta lækkað áburðarverð til íslenskra bænda eftir þær miklu hækkanir sem þeir hafa þurft að takast á við á undanförnum árum.

„Köfnunarefnisáburðurinn lækkar um 30 prósent, tvígildar tegundir um 25 prósent og þrígildar tegundir um 21 prósent,“ segir Lúðvík.

Verðskrá Líflands birt í gær

Áburðarverðskrá Líflands fór í almenna birtingu í gær. Jóhannes Baldvin Jónsson segir að verðbreytingar á milli ára í algengum tegundum séu í grófum dráttum þannig að eingildur köfnunarefnisáburður lækki um rúm 29 prósent milli ára, tvígildur NP LÍF 24-5+Se lækki um rúm 25 prósent og flestar þrígildar áburðartegundir lækki um 20–22 prósent milli ára.

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...