Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Þrír áburðarsalar hafa gefið út verðskrá fyrir þetta ár, Lífland, Skeljungur og Sláturfélag Suðurlands.
Þrír áburðarsalar hafa gefið út verðskrá fyrir þetta ár, Lífland, Skeljungur og Sláturfélag Suðurlands.
Mynd / smh
Fréttir 25. janúar 2024

Verðlækkun á áburði

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Veruleg verðlækkun er á köfnun­ar­­efnisáburði á milli ára og talsverð lækkun á tví- og þrígildum tegundum, eftir miklar hækkanir á undanförnum árum.

Þrír áburðarsalar hafa gefið út verðskrá fyrir þetta ár, Lífland, Skeljungur og Sláturfélag Suðurlands.

Elías Hartmann Hreinsson hjá Sláturfélagi Suðurlands segir að köfnunarefnisáburður hafi lækkað langmest af hefðbundnum áburðartegundum.

„Við gáfum okkar verðskrá fyrst út í desember og síðan hefur verð lækkað enn frekar. Nú er ljóst að 31 prósents lækkun er á köfnunarefnisáburðinum hjá okkur frá því í fyrra. Kalksalpeter-áburðurinn lækkar reyndar meira, eða um 42 prósent, en hann er hentugur þegar þörf er á köfnunarefni og kalki. Tví- og þrígildar tegundir lækka um 22 prósent,“ segir Elías.

Ánægjulegt að geta lækkað verð til bænda

Lúðvík Bergmann hjá Skeljungi, segir að það sé afar ánægjulegt að geta lækkað áburðarverð til íslenskra bænda eftir þær miklu hækkanir sem þeir hafa þurft að takast á við á undanförnum árum.

„Köfnunarefnisáburðurinn lækkar um 30 prósent, tvígildar tegundir um 25 prósent og þrígildar tegundir um 21 prósent,“ segir Lúðvík.

Verðskrá Líflands birt í gær

Áburðarverðskrá Líflands fór í almenna birtingu í gær. Jóhannes Baldvin Jónsson segir að verðbreytingar á milli ára í algengum tegundum séu í grófum dráttum þannig að eingildur köfnunarefnisáburður lækki um rúm 29 prósent milli ára, tvígildur NP LÍF 24-5+Se lækki um rúm 25 prósent og flestar þrígildar áburðartegundir lækki um 20–22 prósent milli ára.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f