Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Verð á mjólk hækkar um áramót
Mynd / Odd Stefán
Fréttir 23. desember 2019

Verð á mjólk hækkar um áramót

Höfundur: Ritstjórn

Verðlagsnefnd búvara hefur tekið ákvörðun um að hækka lágmarksverð mjólkur til bænda og heildsöluverð á mjólk og mjólkurafurðum sem nefndin verðleggur. Lágmarksverð mjólkur til bænda hækkar um 2,5%, úr 90,48 kr. í 92,74 kr.

Heildsöluverð mjólkur og mjólkurafurða, sem nefndin verðleggur, hækkar um 2,5%. Þær vörur, sem eru undir ákvörðun verðlagsnefndar, eru m.a. drykkjarmjólk, rjómi, hreint skyr, smjör, nýmjólkurduft og tvær tegundir af ostum með fituinnihaldi 45% og 30%. Verðbreytingar munu taka gildi 1. janúar 2020.

Gjaldaliðir hafa hækkað umtalsvert

Í fréttatilkynningu frá verðlagsnefnd segir að verðhækkunin sé til komin vegna kostnaðarhækkana við framleiðslu og vinnslu mjólkur, en síðasta verðbreyting fór fram 1. september 2018. Frá síðustu verðlagningu hafa gjaldaliðir í verðlagsgrundvelli kúabús hækkað um 5,9% og reiknuð hækkun vinnslu- og dreifingarkostnaðar afurðastöðva hækkað um 5,2%.

Verðlagsnefnd búvara er skipuð af landbúnaðarráðherra og starfar samkvæmt ákvæðum búvörulaga. Hún er skipuð sex mönnum og ákveður afurðaverð til búvöruframleiðenda og verð nokkurra búvara í heildsölu.

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...