Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Velskir bændur nútímavæðast
Utan úr heimi 9. september 2025

Velskir bændur nútímavæðast

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Tólf velskir bæir hafa lokið sérstöku tilraunamati á kolefnisfótspori.

Niðurstöður matsins sýna mikilvægi þess að bændur skilji gögnin vel til að auka skilvirkni og efla áhuga neytenda á landbúnaðarvörunni. Býlin eru hluti af tengslanetinu Farming Connect Our Farms Network og við úttektirnar var notuð Agrecalc Cloudkolefnisreiknivél sem sérhönnuð er fyrir landbúnað.

Til að fá betri skilning á gögnum býlisins hefur það reynst bændum hjálplegt að skilja hvernig stýring þeirra á verkefnum búsins hefur áhrif á bæði losun gróðurhúsalofttegunda og kolefnisbirgðir býlisins. Að skilja gögnin, sagði Farming Connect, gæti einnig leitt til lækkunar framleiðslukostnaðar og gert bændum kleift að leggja áherslu á umhverfisviðleitni sína, sem gæti hugsanlega aukið áhuga neytenda. Farmers weekly greinir frá.

Lítil útblástur

Rhys Davies, bóndi á mjólkurbúi í Flint-skíri, sagði að matið hefði verið mjög gagnleg æfing. Daviesfjölskyldan framleiðir mjólk úr 113 Holstein Friesians-kúm og kýrnar, sem bera kálfum um átta vikna skeið í apríl og maí ár hvert, gefa nú af sér að meðaltali um 7.500 lítra á kýr á ári, með 4,6% fituhlutfalli og 3,67% próteins.

Í úttektinni kom fram að losun sem myndast á bænum er undir meðaltali í Bretlandi fyrir bú sem eru í sama rekstri og með svipað kerfi.

Losun frá mjólkurbúinu árið 2023 jafngilti 1,09 kg koltvísýringsjafngildis (CO2e) á hvert kíló FPC-mjólkur (fitu- og próteinleiðrétt mjólk), samanborið við 1,19 kg og CO2e/kg meðaltal fyrir svipuð bresk bú með Agrecalc Cloud-reiknivélinni.

„Við höfum nú raunhæfar upplýsingar og getum metið hvar okkur gengur vel í losun og hvar við getum bætt okkur, þótt það sé traustvekjandi að við komum vel út í samanburði við koltvísýringsígildi meðalmjólkurframleiðanda,“ sagði Davies. Hann bætti við að framvegis hygðist hann jafnframt nota árleg gögn Agrinet um grasvöxt (í tonnum af þurrefni á hektara) með kolefnistækjum til að ákvarða hlut graslendis í kolefnisbindingu.

Nautin út

Farmers weekly tekur einnig dæmi um sauðfjárbú í hálendisbrúninni í Montgomery-skíri þar sem unnið hefur verið að því að auka framleiðni í sauðfé og nautum til að draga enn frekar úr losun.

Glyn og Chris Davies, sem nú stunda ræktun á nautakjöti og sauðfé í Awel y Grug og Cefn Coch, hafa sérstaklega einbeitt sér að sauðfjárræktinni.

Losun frá lambakjötsframleiðslu býlisins nam 32,11 kg og CO2e/ kg fallþunga, samanborið við landsmeðaltalið 25,94 kg og CO2e/ kg fallþunga.

Sauðfjárhluti býlisins, með 650 kynblönduðum ám, olli 68% af heildarlosun búsins, en nautaeldishlutinn, 30 Limousinnaut olli 32%. Melting fóðurs var stærsti losunarvaldurinn, 70% af heildarlosun í nautakjötinu og 77% í sauðfjárhópnum.

Nú stendur til að fjölga ánum í 900, hafa útskipti á 200 lömbum árlega og hætta alveg með nautakjötsframleiðslu. Með því að reka „lokaða“ hjörð vonast Davieshjónin til að halda sjúkdómum í skefjum og auka enn frekar framleiðni sauðfjárins.

„Niðurstöður þessarar grunnúttektar eru í samræmi við nokkra þætti ræktunarinnar sem ég stefni að því að bæta, þar á meðal að draga úr aðfangakostnaði með því að rækta rauðsmára, sem hefur vexti lamba og lækkað kostnað við aðkeypt fóður,“ sagði Chris Davies.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...