Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Veljum íslenskt
Mynd / smh
Skoðun 3. júlí 2014

Veljum íslenskt

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Notkun á gróðureyðingarefnum, fúkkalyfjum og öðrum hjálparefnum í landbúnaði á Íslandi er einhver sú allra minnsta sem þekkist í heiminum. Þar af leiðir eru landbúnaðarvörur sem hér eru framleiddar einhverjar þær heilnæmustu sem mögulegt er að fá og lausar við óæskileg aukaefni sem víða eru fylgifiskur stórframleiðslu í landbúnaði í öðrum löndum.

Eftir þessu er tekið í útlöndum og hingað hafa verið sendir erindrekar til að læra af íslenskum bændum. Samt vinna ákveðin öfl í samfélaginu stöðugt að því að gera framleiðsluvörur íslenskra bænda tortryggilegar.

Það þarf ekki að fara í grafgötur með að á bak við neikvæða umfjöllun um íslenska landbúnaðarframleiðslu standa öflug hagsmunaöfl sem vinna leynt og ljóst að óheftum innflutningi landbúnaðarvara. Þannig geta sömu menn komist í kjörstöðu til að stýra allri verðlagningu á landbúnaðarvörum. Menn vita sem er að án verndar af einhverjum toga eins og í nágrannalöndunum mun íslenskur landbúnaður ekki standast samkeppni við erlenda stórframleiðendur. Við slíkar aðstæður yrðu innflytjendur í yfirburðastöðu. Það er því langur vegur frá að þessi áróður sé af sérstakri væntumþykju fyrir íslenskum neytendum. Það hefur sannast best á könnunum Eurostat, reiknistofu Evrópusambandsins, og er nýjasta könnun stofnunarinnar á verðlagi í Evrópuríkjum þar engin undantekning.

Í nýrri verðkönnun Eurostat sem birt var 19. júní kemur greinilega fram að það er íslensk matvælaframleiðsla sem viðheldur lægsta matarverði á Íslandi af öllum Norðurlandaríkjunum. Sama hefur verið uppi á teningnum í síðustu könnunum Eurostat. Þar kemur líka fram að sala raftækja á Íslandi, þar sem engin samkeppni ríkir við íslenska framleiðslu, er sér á báti á evrópskan mælikvarða. Hér er verð raftækja það hæsta sem þekkist í Evrópu þó að samkeppnin við óheftan innflutning sé engin og tollar mjög lágir. Þetta sýnir svart á hvítu að án samkeppni við íslenska framleiðslu haga innflytjendur sér eins og þeim sýnist. Væntumþykjan fyrir íslenskum neytendum er þá greinilega það fyrsta sem fýkur út um gluggann. Þetta mættu ýmsir þeir sem lagst hafa á sveif með andstæðingum íslensks landbúnaðar hafa í huga næst þegar þeir munda pennann. Varla lýgur Eurostat. 

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...