Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Birkir Þrastarson snyrtir klaufir á sex þúsund kúm á hverju ári. Starfssvæði hans nær frá Ölfusi austur að Kirkjubæjarklaustri.
Birkir Þrastarson snyrtir klaufir á sex þúsund kúm á hverju ári. Starfssvæði hans nær frá Ölfusi austur að Kirkjubæjarklaustri.
Mynd / ál
Viðtal 6. janúar 2025

Velferð tryggð með snyrtingu klaufa

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Ofvaxnar klaufir geta orðið til þess að mjólkurkýr beita fótunum vitlaust og líður illa. Þá mjólka þær minna, liggja oftar, gefa sér minni tíma til að éta fóður og verða latari við að mæta í mjaltaþjóninn.

Birkir Þrastarson er verktaki í kúaklaufskurði hjá Búnaðarsambandi Suðurlands. Hann segir þumalputtaregluna erlendis vera að klippa klaufirnar á fjögur þúsund lítra fresti. „Eins og hérna á Íslandi ættir þú að klippa á átta mánaða fresti ef meðalnytin í kúnum er í kringum sex þúsund lítra á ári,“ segir hann.

Búnaðarsamband Suðurlands festi nýlega kaup á nýjum klaufsnyrtibás. Hann er smíðaður í Danmörku og miðast hönnun hans að öllu leyti að því að tryggja öryggi og þægindi bæði kúa og klaufsnyrta. Hann er glussadrifinn og hljóðlátur í allri notkun.

Búnaðarsamband Suðurlands festi nýlega kaup á klaufsnyrtibás sem tryggir öryggi og þægindi kúa. Hérna nýtir Samúel Eyjólfsson, bóndi í Bryðjuholti, tækifærið og snyrtir hár á nokkrum stöðum á kúnum, eins og á júgra, eyrum og hala.

Í þægilegri vinnuhæð

Um leið og kýrnar ganga inn í básinn lokast hlið utan um hálsinn á þeim. Þá er kúnum lyft upp með tveimur þykkum borðum sem fara undir kviðinn. Hægt er að skorða hverja löpp í sérstakri festingu sem er í þægilegri vinnuhæð fyrir klaufsnyrtinn. Birkir bendir á að það séu öryggisventlar á glussadælunum sem tryggja að ekki sé hætta á að meiða kýrnar.

Klaufsnyrtibásinn er með áfastan hitaskáp þar sem geymt er hóflím og gúmmíklossar. „Ef það er sár í klaufbotni eða brotin klauf þá lími ég klossa undir heilbrigðu klaufina til þess að létta á þrýstingnum,“ segir Birkir, en þar sem límið er volgt er það fljótt að þorna.

Til að sinna kúnum sem best er miðað við að snyrta klaufirnar á átta mánaða fresti. Þær eru því orðnar vanar meðferðinni og fylgjast forvitnar með.

Upphaflega járningamaður

Birkir segir að það sé ekki endilega bændunum að kenna ef klaufirnar á kúnum eru ekki snyrtar nógu oft, heldur eigi klaufsnyrtarnir oft sök á því líka. Hjá flestum sé þetta aukastarf þar sem erfitt sé að hafa þetta að fullu starfi.

Á hverju ári snyrtir Birkir í kringum sex þúsund kýr, en hann telur að hann gæti snyrt klaufirnar á tíu þúsund kúm ef hann væri í þessu í fullu starfi. Hann sinnir bændum á öllu Suðurlandi allt austur að Kirkjubæjarklaustri.

Birkir er með járningar hesta að aðalstarfi og segir margt líkt með því og klaufsnyrtingu „Ég byrjaði þetta í rólegheitum fyrir einhverjum tíu árum og lærði af þeim sem var að klippa þá,“ segir hann. Hann hefur jafnframt bætt við sig menntun í nýrri klaufsnyrtiaðferð sem hefur minnkað helti kúa í Danmörku umtalsvert.

Við klaufsnyrtingar er notaður slípirokkur með tenntu hjóli.

Skilar sér í meiri mjólk

Þegar vel gengur getur Birkir snyrt í kringum tuttugu kýr á klukkutímann, en afköstin fara niður í fimmtán kýr ef klaufirnar eru mjög vaxnar. „Ef flórinn er sleipur þá ganga þær útskeifar eins og við á svelli og þá slitna þær vitlaust. Þá snýst upp á lappirnar og önnur klaufin getur vaxið yfir hina.“

Algengt verð fyrir klaufsnyrtingu á Suðurlandinu í dag er í kringum 2.500 krónur fyrir hverja kú sem Birkir telur að sé fljótt að borga sig til baka fyrir bændur, en honum skilst að það sé aðeins hærra annars staðar. „Þessi vinna kemur beint til baka í mjólkurtankinn.“

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...