Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Veiruvá
Skoðun 16. mars 2020

Veiruvá

Höfundur: Hörður Kristjánssson

Veiruskratti, sem kenndur er við kórónu og sagður ættaður frá Wuhan-borg í Kína, veður nú yfir byggðir heimsins og veldur miklum ótta. Á þessum faraldri eru margar hliðar sem snerta mannlegt samfélag. Viðbrögðin eru afar misvísandi og almenningur veit ekki alveg hvað hann á að halda um alvarleika málsins.

Íslensk stjórnvöld og viðbragðsteymi Almannavarna hafa reynt að búa til viðbragðsáætlun sem miðar að því að lágmarka hugsanlegan skaða sem veiran og sjúkdómurinn COVID 19 getur valdið. Enn er ekki vitað hversu alvarlegt ástandið getur orðið, en eðlilega búa menn sig undir það versta.

Því hefur samt verið haldið á lofti að dánartíðni af þessari veiru sé, allavega enn sem komið er, lægri en af meðal flensuveiru. Það eru allavega góð tíðindi ef rétt reynist, en ótti hefur eigi að síður gripið um sig um allan heim vegna útbreiðslu veirunnar. Sá ótti getur hæglega haft mun alvarlegri afleiðingar fyrir efnahagskerfi heimsbyggðarinnar en veiran sjálf.

Einangrun íbúa til að koma í veg fyrir smit hefur þegar stöðvað hluta af risavaxinni ferðaþjónustu í Kína með tilheyrandi áhrifum um allan heim. Það hefur líka stöðvað vinnu í versmiðjum sem framleiða vörur fyrir ýmis risafyrirtæki á heimsvísu. Keðjuverkunaráhrif vegna þessa eru þegar farin að hafa gríðarleg áhrif á verðbréfamörkuðum og milljarðar dollara hafa þar verið að tapast á undan­förnum dögum og vikum. Síðasta vika markaði tímamót en þá náði hrun á verðbréfamörkuðum dýpri lægð á einni viku en varð í fjármálahruninu 2008. Þá þurrkuðust 5 billjónir dollara út af hlutabréfaeign á heimsvísu.

Þetta leiðir hugann að því að áhrif sjúkdómsfaraldurs á borð við COVID 19 geta haft skelfilegar efnahagslegar afleiðingar líka hér uppi á Íslandi. Eru stjórnvöld viðbúin slíku og hafa þau gert viðbragðsáætlanir til að takast á við slíkan vanda?

Stjórnvöld ættu að hafa lært af reynslunni frá 2008, en samt skyldu menn varast að draga þá ályktun að rökréttar verði tekið á málum en þá var gert. Í efnahagshruninu haustið 2008 var kallað eftir því að lánavísitalan yrði tekin úr sambandi svo venjulegt fólk með verðtryggð húsnæðislán stæði ekki uppi eignalaust eftir skamman  tíma. Slíkt var ekki gert og tugþúsundir Íslendinga lentu í vandræðum og þúsundir fjölskyldna misstu í kjölfarið eigið húsnæði. Það sem verra var að fjármálastofnunum sem keyptu skuldapakkana á hrakvirði var beinlínis sigað á þetta varnarlausa fólk.

Íslendingar eru þegar farnir að horfa fram á versnandi horfur í ferðaþjónustu vegna COVID 19 faraldursins. Þótt allir bindi vonir við að þessi pest fjari hratt út, hlýtur að vera vissara fyrir stjórnvöld að gera þar líka ráð fyrir hinu versta. Þá skiptir öllu máli hvernig sú viðbragðsáætlun lítur út.

Ef við gefum okkur að það sem vonandi verður alls ekki, að áhrif faraldursins verði vaxandi atvinnuleysi og lokanir fyrirtækja og hugsanleg gjaldþrot, þá munu fylgja því vandræði hjá mörgum þeirra sem við þessa grein starfar. Það mun líka þýða vandræði hjá verktökum sem hafa verið að byggja upp ný hótel af miklum krafti og þeirra birgjum. Keðjuverkunin gæti því orðið nokkuð hröð og ofsafengin. Spurningin er þá hvort stjórnvöld muni aftur gefa fjármálastofnunum skotleyfi á þá skuldsettu, eða hafa þau kjark til að setja á greiðslustöðvun lána meðan slík holskefla ríður yfir?

Skylt efni: COVID-19 | almannavarnir

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...