Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 mánaða.
Veikleikamerki í kerfinu
Leiðari 15. ágúst 2025

Veikleikamerki í kerfinu

Höfundur: Þröstur Helgason, ritstjóri

Þegar rætt er um nýliðunarvanda í landbúnaði gleymist stundum hin hliðin á þeim pening sem er vandi eldri bænda við að hætta búskap. Í fréttaskýringu hér aftar í blaðinu eru dregnar fram ýmsar hliðar á stöðu þeirra sem vilja bregða búi en það ferli getur tekið allt frá einu ári upp í fimm, enda eru bændur ekki bara að láta af störfum, heldur þurfa þeir oftast að selja heimilið og sjá á eftir bújörð sem þeir hafa byggt upp á löngum tíma og hefur jafnvel verið innan fjölskyldunnar árum og áratugum saman. Þegar við bætast svo ýmsir skattar sem bændur þurfa að standa skil á við starfslok vandast málið enn frekar. Það er því óhætt að taka undir með Önnu Maríu Flygenring, bónda í Hlíð í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, þegar hún segir starfslok bænda mun flóknari en hjá öðrum stéttum: „Við getum ekki bara lokað dyrunum að fjósinu og sagt að við séum hætt.“

Hver og einn verður að glíma við þær tilfinningalegu áskoranir sem fylgja því að bregða búi en það myndi vafalaust hjálpa ef praktískar hliðar þessara miklu umskipta í lífi fólks yrðu einfaldaðar. Og ef vel á að takast til þarf að hafa báðar hliðar máls í huga, þess sem hættir búskap og sömuleiðis hins sem er að byrja. Hinn fyrrnefndi þarf að geta skilið við með þeim hætti að hann njóti ávaxta síns strits í gegnum árin, geti með öðrum orðum hætt án þess að hafa áhyggjur af afkomu sinni. Hinn síðarnefndi þarf að geta tekið við án þess að steypa sér í miklar skuldir sem sliga reksturinn.

Þegar upp er staðið er hér ekki aðeins um vanda bænda að ræða heldur okkar allra standi vilji til þess á annað borð að halda landinu öllu í byggð og sveitum landsins búsældarlegum og tryggja þannig sjálfbæra matvælaframleiðslu í landinu. Spurningarnar sem vakna við lestur fréttaskýringarinnar hér í blaðinu og sömuleiðis ítarlegra viðtala við forystufólk í íslenskum landbúnaði í síðustu blöðum snúa fyrst og fremst að því hvort stjórnvöld hafi mótað sér nægilega skýra og framsækna stefnu í málefnum landbúnaðarins og raunar landsbyggðarinnar í heild sinni.

Allt frá aldamótum hefur bændum fækkað, bújörðum sömuleiðis, enda afkoma af rekstri þeirra mikil áskorun. Það þarf því kannski ekki að koma á óvart að nýliðun við þessi skilyrði sé eðlileg. Hver er stefna stjórnvalda í þessum efnum? Hvernig sjá þau fyrir sér að íslenskur landbúnaður þróist á næstu 25 árum? Stendur vilji til þess að fjölbreytilegur búskapur verði stundaður vítt og breitt um landið? Er hugmyndin sú að tryggja fæðuöryggi og fæðufullveldi landsins til lengri tíma eða er ætlunin að treysta á aukinn innflutning? Hvernig sjá stjórnvöld fyrir sér að lífið á landsbyggðinni þróist á næsta aldarfjórðungi?

Bændur sem ekki geta hætt búskap er veikleikamerki í kerfi sem ekki virðist hafa verið hugsað til enda. Ungt fólk sem langar til að hefja búskap en sér enga möguleika á því vegna fjárhagslegra áskorana er sömuleiðis veikleikamerki á þessu kerfi. Það er eitt af stóru verkefnunum í komandi búvörusamningum að finna lausnir á þessari stöðu sem duga til framtíðar.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...