Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Fiskur er að ganga fyrr í Þjórsá en í meðalári.
Fiskur er að ganga fyrr í Þjórsá en í meðalári.
Í deiglunni 16. júní 2017

Veiðin hefur gengið vel á Urriðasvæðinu í Þjórsá

Höfundur: Gunnar Bender
,,Staðan við Urriðafossinn er mjög góð og  rosalega mikill fiskur að ganga,“ sagði Harpa Hlín Þórðardóttir, þegar við spurðum  um veiðina á Urriðafossi í Þjórsánni. Veiðin þar hefur gengið ævintýralega vel það sem af er veiðitímanum.
 
,,Jú, við vissum að veiðin yrði góð, en óraði ekki fyrir að hún myndi byrja svona vel. Fiskur er að ganga fyrr en í meðalári. Það eru komnir um 60 laxar en það er hóflegur kvóti svo meirihluti þeirra hefur fengið líf. Við erum búin að vera í  vangaveltum með landeigendum í töluverðan tíma um að hefja stangveiði í Urriðafossi, vildum stíga létt til jarðar og vinna þetta rólega og kynnast svæðinu sem hefur lítið verið veitt á stöng.  Það verður að segjast að viðbrögð veiðiheimsins komu okkur mest á óvart og greinilega margir veiðimenn að kynnast svæðinu.  
 
Við erum mjög spennt að þróa þessa hugmynd áfram með landeigendum. Landeigendur þekkja náttúrlega hvern krók og kima á svæðinu og vissu mun betur en við hvernig þetta gæti orðið og sjá verðmætin í því að breyta veið­inni í Urriðafossi úr netaveiði í stangveiði. Við höfðum áætlað u.þ.b. fimm ár fyrir þessar breytingar og að byggja upp svæðið fyrir stangveiði en miðað við viðtökurnar þá gæti það tekið mun skemmri tíma,“ sagði Harpa enn fremur.
Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...