Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Við Norðurá í Borgarfirði fyrir nokkrum dögum, mikið vatn var í ánni en hún verður opnuð 4. júní.
Við Norðurá í Borgarfirði fyrir nokkrum dögum, mikið vatn var í ánni en hún verður opnuð 4. júní.
Mynd / G. Bender
Í deiglunni 9. maí 2019

Veiðimenn vonast eftir góðu sumri

Höfundur: Gunnar Bender

Vorveiðin hefur farið vel af stað þrátt fyrir misjafnt veðurfar á köflum í vor, sjóbirtingsveiðin hefur gengið ágætlega og veiðimenn hafa farið víða til veiða, allt frá Varmá í Hveragerði og austur á Kirkjubæjarklaustur.

„Við erum  komin með 24 fiska á stöngina á fyrstu vakt, 11 við brúna og 13 fyrir neðan garðinn,“ sagði Didi Carlsson, sem var á veiðislóðum við Klaustur. Hún var að renna fyrir fisk í Geirlandsá en veiðin hefur gengið vel þar, eins og víða þar um slóðir.

Skömmu áður var veiðimaður í Tungulæk og veiddi vel.  Tungulækur   hefur gefið á milli 600 og 700 fiska núna í vor. Nokkru innar á svæðinu var Selma Björk Ísabella Gunnarsdóttir að renna fyrir sjóbirting og fékk nokkra. Með henni var sjóbirtingsbaninn Ólafur Guðmundsson.

Það styttist í laxveiðina en fyrstu árnar verða opnaðar í júní. Reyndar byrjar Þjórsá aðeins fyrr og þar getur ýmislegt gerst þegar veiðimenn mæta á árbakkann. Veiðin í fyrra var frábær í Þjórsánni. 

„Maður byrjar í Langá á Mýrum, eins og venjulega, og það er alltaf ákveðin spenna fyrir þá opnun á hverju ári,“ segir Jógvan Hansen og var viss tónn í röddinni eins og oft vill verða hjá honum. – „En biðin styttist,“ segir Jógvan enn fremur.

Já. það er rétt, stóri laxinn fer að skríða upp Hvítá í Borgarfirði á allra næstu dögum, Norðurá verður opnuð 4. júní og þar var lítið að sjá fyrir skömmu, nema nokkra skógarþresti og eina og eina rjúpu við ána, laxinn var ekki mættur, enda heldur snemmt. Það vissu flestir, kannski ekki allir.

En hverning veiðin verður veit enginn, ekki einu sinni fiskifræðingarnir. En hún verður vonandi góð og smálaxinn kemur í bland við stærri laxinn. 

„Held að þetta verði bara gott sumar,“ segir Þröstur Elliðason. Vonandi rætist það enda eru veiðimenn að gera sig klára. 

„Ég held bara að þetta verði fínt sumar og ég ætla sjálfur að veiða á nokkrum stöðum eins og venjulega,“ segir Ingólfur Kolbeinsson verslunarmaður.

Skylt efni: Norðurá | vorveiði

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...