Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Veiðimenn fara ekki í jólaköttinn
Mynd / María Gunnardóttir
Í deiglunni 11. desember 2018

Veiðimenn fara ekki í jólaköttinn

Höfundur: Gunnar Bender
„Það er töluvert í boði fyrir veiðimenn fyrir þessi jól, allavega tvær mjög góðar jólabækur  um veiði og töluvert  líka um veiði í bókinni um Gunnar í Hrútatungu,“ sagði veiðimaður sem aðeins hefur kíkt á veiðibækurnar svo veiðimenn fari ekki í jólaköttinn þetta árið.
 
Veiðibókum hefur samt fækkað síðustu árin, en er kannski aðeins að fjölga aftur sem betur fer. Bókin „Eins og skot“ er handbók um skotveiði, hleðslu þeirra, notkun og virkni eftir Böðvar B. Þorsteinsson. Það er afbragðsbók upp á næstum 600 síður og hrein snilld. 
 
„Undir sumarhimni“ er önnur bók af veiðiskap eftir Sölva Björn Sigurðsson. Hann virðist bara skrifa þykkar bækur og kjarnmiklar. Gott að koma sér í veiðigírinn fyrir næsta tímabil með því að lesa hana. Síðan er Gunnar Sæmundsson, bóndi og veiðimaður, með flotta bók og þar er töluvert um veiði og flottir fiskar í henni. Kjarngóður lestur af bökkum Hrútafjarðarár.

Skylt efni: veiðibækur

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...