Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Veiðileyfi boðið út fyrir dýr í útrýmingarhættu
Fréttir 2. júní 2015

Veiðileyfi boðið út fyrir dýr í útrýmingarhættu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Bandarískur auðmaður átti hæsta boðið og greiddi 350 þúsund dollara til að fá að veiða svartan nashyrning í Namibíu en tegundin er sögð vera í bráðri útrýmingarhættu.

Hugmyndin að baki uppboðinu er með því að bjóða veiðileyfi á eldri einstaklinga af dýrategundum sé hægt að safna fé sem nota má til að vernda eftirlifandi dýr innan stofnsins.

Stjórnvöld í Namibíu afléttu nýlega veiðibanni á ljónum og hlébörðum í landinu og ætla að bjóða út leyfi til að veiða dýrin til að afla fjár.

Yfirvöld í Kamerún hafa einnig ákveðið að bjóða út veiðar á að minnsta kosti einum svörtum fíl úr stofni sem einungis finnst þar í landi og er í útrýmingarhættu.

Dýraverndunarsinnar hafa mótmælt uppboð­unum harðlega og segja þau siðferðislega röng og peningarnir sem fást fyrir veiðileyfin ekki réttlæta drápin.

Verndunarsinnar benda á að veiðiþjófar höggvi djúp skörð í dýrastofna í útrýmingarhættu á hverju ári og nú bætist veiðimenn í hópinn sem kaupi sér hreina samvisku. 

Skylt efni: veiði | dýravernd | nashyrningar

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...