Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Fyrsti hópur veiðileiðsögumanna sem útskrifaðist.
Fyrsti hópur veiðileiðsögumanna sem útskrifaðist.
Í deiglunni 5. júní 2019

Veiðileiðsögumenn útskrifast úr Ferðamálaskóla Íslands

Höfundur: Gunnar Bender
Fyrir skömmu  útskrifaði Ferða­mála­skóli Íslands hóp 22 veiði­leiðsögumanna sem stundaði nám í vetur.
Námið er hið fyrsta sinnar tegundar hér á landi og voru fyrirlesarar meðal annars frá Landssambandi veiðifélaga  (LV) og  hinum ýmsu veiðiám, t.d. Ytri Rangá, Vatnsdalsá og Breiðdalsá og Jöklu.  
 
Námið var alls 70 stundir og er hugsað fyrir þá sem hug hafa á að gerast veiðileiðsögumenn við ár og vötn fyrir jafnt íslenska sem og erlenda veiðimenn.  
 
Meðal kennsluefnis var til dæmis undirstöðuatriði er varða líffræði og lífshætti íslenskra ferskvatnsfiska ásamt ýmsum öðrum fróðleik.  Og síðast en ekki síst var lögð mikil áhersla á skyndihjálp og áfallahjálp og sérstaklega til þátta sem tengst gætu hættum við ár og vötn.  Að lokum var síðan tveggja daga ferð í Ytri Rangá þar sem nemendur fengu að spreyta sig í kasttækni með mismunandi veiðarfærum, einhendum, tvíhendum og kaststöngum undir handleiðslu kennara. Nú þegar hafa veiðileyfissalar haft samband og óskað eftir nýútskrifuðum veiðileiðsögumönnum til starfa á komandi sumri.
 
Allir leiðbeinendurnir hafa áratuga reynslu sem leiðsögumenn við ár og vötn eða vísindamenn hver á sínu sviði.
 
Reynir Friðriksson kennir á nám­skeiðinu.
Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...