Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Framtíð stang- og skotveiða á Íslandi er samofin heilbrigði vistkerfa landsins.
Framtíð stang- og skotveiða á Íslandi er samofin heilbrigði vistkerfa landsins.
Mynd / Jóhann Helgi Stefánsson & Elvar Örn Friðriksson
Á faglegum nótum 1. október 2024

Veiðar, vernd og vistheimt

Höfundur: Jóhann Helgi Stefánsson, sérfræðingur hjá Landi og skógi.

Heilbrigð vistkerfi eru nauðsynleg öllu lífi á jörðinni. Með ágengni sinni hefur mannkynið skaðað og eyðilagt stóran hluta náttúrulegra vistkerfa hér á landi sem og á heimsvísu

Á fyrri öldum var þetta oftar en ekki spurning um lífsafkomu en á undanförnum áratugum hefur mannkynið reynt að betrumbæta náttúruna sem hefur stundum valdið gríðarlegum skaða.

Endurheimt glataðra búsvæða og vernd þeirra sem enn eru eftir ætti að vera forgangsmál allra sem vilja nýta landsins gæði. Ísland er um margt sérstætt land, hér er mikið um sjaldgæfar vistgerðir sem gerir þær til dæmis mikilvæg búsvæði viðkvæmra fuglategunda. Slíka sérstöðu þarf að vernda, enda er það vaxandi áhersla á alþjóðavettvangi að vinna með sérstöðu hvers svæðis, og nýta staðbundnar tegundir við endurheimt vistkerfa og búsvæða, til að vernda líffræðilega fjölbreytni á hverjum stað.

Í umræðu vill það oft verða að nýtingarsjónarmið eru sett til höfuðs verndunarsjónarmiðum. Það er villandi og í raun röng framsetning hlutanna. Veiðifólk er meðal þeirra sem hafa hvað mesta hagsmuni af öflugum vistkerfum og óröskuðum búsvæðum. Alþjóðlega er þróunin á þá leið að samtök veiðifólks eru farin að beita sér í síauknum mæli fyrir verndun og eflingu náttúrulegra vistkerfa. Sem dæmi má nefna Evrópusamtök skotveiðifólks (FACE), Ducks Unlimited í N-Ameríku, og Verndarsjóð villtra laxastofna (NASF) en höfuðstöðvar hans eru hér á landi.

Endurheimt votlendis með því að hækka vatnsstöðuna og að beita aðgerðum til þess að endurheimta votlendisgróður, eykur vatnsgæði og minnkar yfirborðsrennsli sem aftur býr til heilbrigðari búsvæði fyrir tegundir eins og laxinn og silunga. Sömuleiðis gerir endurheimt votlendis heilmikið fyrir þær fjölmörgu tegundir vatnafugla sem eru vinsæl bráð skotveiðimanna, þar sem svæði til fæðuöflunar og dvalar stækka og fjölgar við endurheimt.
Endurheimt þurrlendisvistkerfa með innlendum plöntum eins og birki og víði eykur einnig gæði nærliggjandi straum- og stöðuvatna. Ef um vel heppnaðar endurheimtaraðgerðir er að ræða eykst stöðugleiki svæðisins, sem dregur úr setmyndun í ám, en uppsöfnun sets getur skaðað búsvæði fiska.

Endurheimt birkiskóga, birki- og víðikjarrs, mólendis, og graslendis bætir búsvæði fyrir eftirsóttar tegundir til veiða s.s. rjúpur, hreindýr og refi, þar sem aukning verður á svæðum með næga fæðu og skjól.

Framtíð stang- og skotveiða á Íslandi er samofin heilbrigði vistkerfa landsins. Með því að taka þátt í vistheimt og búsvæðavernd, getur stang- og skotveiðifólk gegnt mikilvægu hlutverki í að vernda hina sérstæðu náttúru og líffjölbreytileika hér á landi. Verndun og nýting fer saman enda höfum við öll hagsmuni af sterkari og heilbrigðari íslenskri náttúru. Reynum að forðast mistök fortíðar, leyfum náttúrunni að stjórna ferðinni og hjálpum henni að hjálpa sér sjálfri.

Skylt efni: vistheimt | Land og skógar

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...