Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Vefþættir um lambakjöt
Mynd / Beit.
Fréttir 19. febrúar 2018

Vefþættir um lambakjöt

Höfundur: TB

Bændablaðið og Markaðsráð kindakjöts hafa tekið höndum saman og látið framleiða fjóra stutta vefþætti um sauðfjárframleiðsluna. Bera þeir heitið „Lamb og þjóð“ en þar er fjallað um kindakjöt frá ýmsum hliðum, allt frá frumframleiðandanum og á disk neytenda. Markmiðið með gerð þáttanna er að fá heildstæða mynd af fjölbreyttu vöruúrvali í lambi og draga fram sjónarmið aðila á ólíkum stöðum í framleiðslukeðjunni ásamt öðrum viðhorfum. Meðal annars er fjallað um vöruþróun og markaðsmál, áherslur bænda, neytenda, verslunar og veitingamanna og kjötiðnaðarins.

Framleiðsla þáttanna er á hendi Harðar Þórhallssonar og Þorsteins Roy Jóhannssonar. Þeir hafa áður unnið þættina „Spjallað við bændur“ fyrir Bændablaðið. Þættirnir um „Lamb og þjóð“ verða aðgengilegir á vefsíðu Bændablaðsins, bbl.is, og á YouTube og Facebook og sýndir á næstu vikum.

Í fyrsta þætti er rætt við Oddnýju Steinu Valsdóttur, formann Landssamtaka sauðfjárbænda, og Dominique Plédel Jónsson sem er formaður Slow Food á Íslandi ásamt því að sitja í stjórn Neytendasamtakanna.

 

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...