Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Vefþættir um lambakjöt
Mynd / Beit.
Fréttir 19. febrúar 2018

Vefþættir um lambakjöt

Höfundur: TB

Bændablaðið og Markaðsráð kindakjöts hafa tekið höndum saman og látið framleiða fjóra stutta vefþætti um sauðfjárframleiðsluna. Bera þeir heitið „Lamb og þjóð“ en þar er fjallað um kindakjöt frá ýmsum hliðum, allt frá frumframleiðandanum og á disk neytenda. Markmiðið með gerð þáttanna er að fá heildstæða mynd af fjölbreyttu vöruúrvali í lambi og draga fram sjónarmið aðila á ólíkum stöðum í framleiðslukeðjunni ásamt öðrum viðhorfum. Meðal annars er fjallað um vöruþróun og markaðsmál, áherslur bænda, neytenda, verslunar og veitingamanna og kjötiðnaðarins.

Framleiðsla þáttanna er á hendi Harðar Þórhallssonar og Þorsteins Roy Jóhannssonar. Þeir hafa áður unnið þættina „Spjallað við bændur“ fyrir Bændablaðið. Þættirnir um „Lamb og þjóð“ verða aðgengilegir á vefsíðu Bændablaðsins, bbl.is, og á YouTube og Facebook og sýndir á næstu vikum.

Í fyrsta þætti er rætt við Oddnýju Steinu Valsdóttur, formann Landssamtaka sauðfjárbænda, og Dominique Plédel Jónsson sem er formaður Slow Food á Íslandi ásamt því að sitja í stjórn Neytendasamtakanna.

 

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...