Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Vefrit um geita- og sauðamjaltir og smáframleiðslu á hangikjöti
Á faglegum nótum 21. október 2019

Vefrit um geita- og sauðamjaltir og smáframleiðslu á hangikjöti

Höfundur: smh
Matís hefur gefið út tvö vefrit um annarsvegar hangikjöt og hins vegar geita- og sauðamjaltir. Um er að ræða faggreinaleiðbeiningar fyrir góða starfshætti og innra eftirlit fyrir smáframleiðendur. Þetta er í fyrsta skipti sem slíkar leiðbeiningar eru gefnar út.
 
Óli Þór Hilmarsson.
Óli Þór Hilmarsson, sérfræð­ingur hjá Matís, tók textann saman og teikningar eru eftir Sólveigu Evu Magnúsdóttir. Óli Þór segir leiðbeiningarnar alfarið byggðar á þeim lögum og reglugerðum sem fara þarf eftir við framleiðslu á þeim vörum sem þær ná yfir. „Þær eru settar fram í aðgengilegum texta, oft með skýringarmyndum.
 
Leiðbeiningarnar eru lesnar yfir af eftirlitsaðilanum, í þessu tilfellli Matvælastofnun, sem að lokum samþykkir að skilningur laga og reglna komist sem best til skila. Þar með eru komnar skýrar leiðbeiningar um hvernig skuli staðið að framleiðslu á hinum ýmsu vörum. Í löndunum í kringum okkur hefur útgáfa sem þessi verið stunduð lengi, hvort heldur það er til einföldunar fyrir smáframleiðendur eða hina stærri. 
 
Fagleiðbeiningarnar fyrir Geita- og sauðamjaltir voru unnar í samvinnu við Geitfjárræktarfélag Íslands, Landssamband sauðfjárbænda, samtök­in Beint frá býli og Matvæla­stofnun. Fag­leið­bein­ingarnar fyrir hangikjöt voru unnar í samvinnu við Landssamtök sauðfjár­bænda, Matvælastofnun og samtökin Beint frá býli.
 
Leiðbeiningarnar eru aðgengilegar í gegnum vef Matís, undir „Útgáfa og miðlun“. 
 
 
Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...