Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Árhringurinn formlega afhentur. Ólöf Kristín Sigurðardóttir safnstjóri, Hildur Hákonardóttir myndlistarmaður, Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtakanna og Sigrún Inga Hrólfsdóttir sýningarstjóri.
Árhringurinn formlega afhentur. Ólöf Kristín Sigurðardóttir safnstjóri, Hildur Hákonardóttir myndlistarmaður, Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtakanna og Sigrún Inga Hrólfsdóttir sýningarstjóri.
Mynd / Listasafn Reykjavíkur
Menning 25. janúar 2023

Vefnaðarverk að gjöf

Höfundur: Vilmundur Hansen

Bændasamtök Íslands hafa fært Listasafni Reykjavíkur vefnaðarverk Hildar Hákonardóttur, Árshringinn, að gjöf.

Verkið er eitt af stærstu verkum listakonunnar og verður á meðal þeirra fjölmörgu listaverka sem sýnd verða á umfangsmikilli yfirlitssýningu á verkum Hildar sem opnuð verður á Kjarvalsstöðum 14. janúar.

Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, segir að Konráð Guðmundsson, hótelstjóri á Sögu, hafi keypt verkið af Hildi á sínum tíma. „Verkið samanstóð upphaflega af tólf ofnum teppum og stóðu fyrir gróður jarðar árið um kring og var hugsað sem heild.“

Vigdís segir að verkið hafi lengi verið í geymslu en hafi verið nokkrum sinnum sýnt opinberlega, meðal annars í Kaupmannahöfn árið 2018. „Þegar eigendaskipti urðu á Hótel Sögu nýverið fundust aðeins tíu hlutar verksins og verða þeir færðir Listasafni Reykjavíkur til varanlegrar varðveislu og er verkið fært safninu að gjöf án skilyrða.“

Hver hluti verksins er 202 x 94 sentímetrar og eru tíu hlutar þess færðir listasafninu að gjöf en tveir hlutar hafa glatast.

Sýningin í verkum Hildar ber yfirskriftina Rauður þráður og er afrakstur rannsóknarstöðu við Listasafn Reykjavíkur sem ætlað er að endurskoða hlut kvenna í íslenskri listasögu.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...