Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 mánaða.
Eins og staðan er í dag þá er umframnotkun vatns í Kabúl 44 milljónum rúmmetrum meiri en náttúruleg endurnýjun
Eins og staðan er í dag þá er umframnotkun vatns í Kabúl 44 milljónum rúmmetrum meiri en náttúruleg endurnýjun
Utan úr heimi 18. júní 2025

Vatnsskortur í Kabúl

Höfundur: Sturla Óskarsson

Kabúl á í hættu að verða fyrsta nútímaborgin til þess að tæma vatnsbirgðir sínar, segir í umfjöllun The Guardian. Vatnshæð í grunnvatnsæðum höfuðborgar Afganistan hefur lækkað um allt að 30 metra síðastliðinn áratug, bæði vegna loftslagsbreytinga og útþenslu borgarinnar, samvæmt nýlegri skýrslu mannúðarsamtakanna Mercy Corps.

Kabúl hefur sjöfaldast í stærð frá árinu 2001, frá einni milljón manna í sjö, og veik stjórnsýsla og regluverk hefur orðið til þess að vatnsveitukerfi borgarinnar eru komin að þolmörkum. Borgin sækir mestallt drykkjarvatn sitt úr borholum og hefur helmingur þeirra þornað upp. Eins og staðan er í dag þá er umframnotkun vatns í borginni 44 milljón rúmmetrum meiri en náttúruleg endurnýjun grunnvatnsins. Haldi þessi þróun áfram munu allar grunnvatnsæðar Kabúl þorna upp á næstu árum, sem hefði skelfilegar afleiðingar fyrir íbúa borgarinnar.

Dayne Curry, stjórnandi Afganistandeildar Mercy Crops, segir að það sé nauðsynlegt að alþjóðasamfélagið fylgist grannt með þessari þróun og leiti lausna við vandanum. „Ekkert vatn þýðir að fólk yfirgefur samfélög sín, afleiðing þess að alþjóðasamfélagið standi aðgerðarlaust gagnvart þeim vatnsskorti sem steðjar að íbúum Afganistan leiðir aðeins til frekari fólksflutninga og erfiðleika fyrir afgönsku þjóðina.“

Í skýrslu Mercy Corps er einnig lögð áhersla á að vatnsmengun sé orðin gríðarleg áskorun fyrir íbúa Kabúl en allt að 80% grunnvatns borgarinnar er talið hættulegt notkunar vegna skólps, saltmagns og arsenikmengunar.

Allt að 30% af heimilistekjum íbúa Kabúl er varið í vatnsnotkun og tvö af hverjum þremur heimilum eru skuldug vegna vatnsnotkunar. Þessi mikli kostnaður hefur sérstaklega áhrif á tekjulægri hópa borgarinnar. Ástandið hefur versnað eftir að einkaaðilar hafa tekið að bora eftir grunnvatni sem þeir selja á uppsprengdu verði aftur til borgarbúa.

Mannúðarskrifstofa Sameinuðu þjóðanna segir að aðeins 8,4 af þeim 264 milljónum dollara sem þarfnist til þess að styrkja vatnsinnviði landsins hafi borist til samstarfsfélaga þeirra. Fjárstuðningur til uppbyggingar landsins sé af skornum skammti. Eftir að talíbanar tóku völd árið 2021 hafi þriggja milljarða dollara fjárstuðningur til innviðauppbyggingar á vatnsveitum og skólpkerfum verið frystur. Þá hafi ákvörðun ríkisstjórnar Bandaríkjanna að skera niður um 80% af fjármagni til þróunarsamvinnustofnunar landsins gert vandann enn verri.

Stjórnvöld í Afganistan leita leiða til þess að fjármagna vatnsleiðslu úr Panjshir-ánni sem gæti veitt vatni til tveggja milljóna manna í Kabúl og létt undir álagi á grunnvatnsbirgðir borgarinnar. „Við höfum engan tíma til þess að sitja og bíða eftir fjárhagsáætlunum. Við erum stödd í stormi og úr honum verður engin undankomuleið ef við grípum ekki til aðgerða strax,“ segir dr. Najibullah Sadid, meðlimur í samtökum afganskra vatns- og umhverfissérfræðinga. Hann segir íbúa Kabúl vera komna í þá stöðu að þurfa að velja á milla vatns og matar. Þrátt fyrir það þá sé einhugur hjá þeim íbúum sem hann hafi rætt við að fjárfesta þeim litlu fjármunum sem þeir hafa milli handanna í sjálfbæra lausn á vatnsvanda borgarinnar.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...