Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Vatnsleysa 1
Bóndinn 1. ágúst 2018

Vatnsleysa 1

Á Vatnsleysu 1 í Biskupstungum er rekið blandað bú með sauðfé, kýr og hross. 
 
Býli:  Vatnsleysa 1.
 
 
Staðsett í sveit:  Biskupstungur í Bláskógabyggð. 
 
Ábúendur: Guðmundur Sigurðsson og Sigríður Egilsdóttir, Egill Björn Guðmundsson, Rúnar Björn Guðmundsson og Birta Berg Sigurðardóttir.
 
Fjölskyldustærð (og gæludýra): Guðmundur og Sigríður eiga fjögur börn. Birta og Rúnar eiga einn son.
 
Stærð jarðar?  Um 600 ha, þar af ræktað land um 110 ha auk þess heyjaðir um 25 ha á Vatnsleysu 2.
 
Gerð bús? Blandað bú. Guðmundur og Sigríður eru með kýrnar og Rúnar og Birta eru með féð.
 
Fjöldi búfjár og tegundir? 48 kýr auk geldneyta, 650 kindur, 26 hross, hundarnir Stína og Móri, tvær læður auk kettlinga.
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Mjaltir kvölds og morgna, annars eru verk bundin árstíðum eins og gengur. Yfir vetrartímann snýst vinnudagurinn aðallega um gjafir, á vorin um sauðburð og jarðvinnslu, á sumrin heyskap og á haustin smalamennskur og fjárrag.
 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Skemmtilegast er þegar vel gengur og veðrið er gott. Leiðinlegast er þegar skepnur veikjast eða tæki bila á ögurstundu.
 
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Með svipuðu sniði en þó með bættum aðbúnaði fyrir nautgripi og menn.
 
Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Það ber að þakka því fólki sem vinnur þau störf en jafnframt mikilvægt að halda vel á spöðunum. Margt vel gert og annað má betur fara. 
 
Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Honum á eftir að farnast vel, ef stjórnmálamenn hafa dug í sér að standa með íslenskum landbúnaði og láta ekki stjórnast af skammtímasjónarmiðum.
 
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Tækifærin liggja í því að skapa sérstöðu með hreinni gæðavöru.
 
Hvað er alltaf til í ísskápnum? Þar sem hér er verið að fjalla um tvær fjölskyldur er það ef til vill breytilegt en í báðum ísskápum er alltaf til mjólk, ostur og fjöldi krukkna með ýmiss konar innihaldi.
 
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Ofnsteikt lambakjöt gengur vel ofan í alla.
 
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Þegar húsakynni hafa verið endurnýjuð á síðustu árum, svo sem vélaskemma, hesthús og það nýjasta, fjárhúsin.
 
Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...