Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Rofbakki fyrir og eftir gerð bakkavarnar. Meginvörnin er undir yfirborð árinnar.
Rofbakki fyrir og eftir gerð bakkavarnar. Meginvörnin er undir yfirborð árinnar.
Á faglegum nótum 28. nóvember 2022

Varnir gegn landbroti

Höfundur: Landgræðslan

Landgræðslan hefur það hlutverk skv. lögum um landgræðslu (lög nr. 155/2018) að draga úr eða koma í veg fyrir landbrot og annað tjón á landi, landkostum eða mannvirkjum með vörnum gegn landbroti af völdum fallvatna.

Aðgerðir til varnar landbroti

Aðgerðir til að hefta landbrot af völdum vatnsfalla geta verið fólgnar í bakkavörnum og gerð varnargarða. Með bakkavörnum er átt við að grjót- og/eða malarfylling er sett við árbakkann til þess að stöðva landbrot. Bakkavarnir hafa oft og tíðum minni áhrif á rennsli áa og eru minna áberandi í umhverfinu en varnargarðar. Varnargarðar geta á hinn bóginn verið nauðsynlegir þar sem ár fylla farvegi sína af framburði og flæmast út fyrir farvegi sína.

Að öllu jöfnu er lögð áhersla á bakkavarnir fremur en aðrar tegundir framkvæmda, enda má fullyrða að bakkavarnir hafi í flestum tilvikum engin eða sáralítil áhrif á m.a. fiskgengd í ám, afkomu fiskistofna, aðstæður til veiða eða lífríkis vatnsins að öðru leyti.

Framkvæmd varnaraðgerða

Landgræðslan á náið og gott samstarf við Vegagerðina um framkvæmd varna gegn landbroti. Ef varnaraðgerðum er ætlað að verja bæði gróðurlendi og samgöngumannvirki hafa þessar stofnanir skipt með sér kostnaði og framkvæmdum, en Vegagerðin annast og hefur umsjón með varnaraðgerðum vegna vega, brúa og annarra samgöngumannvirkja á landi.

Vegagerðin, áður Siglingastofnun, annast einnig aðgerðir vegna ágangs sjávar.

Þegar verja á mannvirki í eigu ríkis eða sveitarfélaga, stofnana þeirra eða fyrirtækja, sem eru að hálfu eða meiri hluta í eigu ríkis eða sveitarfélaga, þá greiðir viðkomandi aðili allan kostnað við það varnarmannvirki.

Við upphaf framkvæmda fær landeigandi í hendur hönnunarteikningar ásamt verklýsingu og við verklok er framkvæmdin metin og styrkur greiddur út, sé það unnið samkvæmt fyrirmælum og verklýsingum Landgræðslunnar. Landgræðslan telst í mörgum tilvikum verkkaupi en landeigandi verktaki, honum er þó heimilt að ráða til sín undirverktaka til að vinna verkið. Ef ekki er verktaka gert að vinna framkvæmd samkvæmt fyrirmælum Landgræðslunnar.

Allar framkvæmdir fara fram utan hefðbundins veiðitíma og iðulega er unnið frá október og fram í desember. Sá tími er oft heppilegur því þá er rennsli í lágmarki sem auðveldar framkvæmd og dregur úr þörf á raski í farvegi.

Nýbyggingar varnargarða eru núna fátíðar og þá helst í tengslum við jökulárnar. Viðhald og endurnýjun þar sem við á eru helstu verkefni við varnargarða.

Landgræðslan hefur annast úttekt á landbroti, m.a. á bökkum Hálslóns við Kringilsárrana frá árinu 2013. Landbrot er víða mikið við strendur Kringilsárrana og á köflum er það komið inn fyrir mörk friðlandsins. Mælingar síðustu ára hafa sýnt töluverðan breytileika milli ára en há vatnsstaða og veðurfar eru helstu orsakavaldar fyrir landbroti. Vegna þess hversu virkt landbrot er víða á svæðinu hefur verið talin þörf á að meta það árlega og á meðfylgjandi mynd má sjá það svæði sem úttektin 2022 náði til.

Sótt er um styrki til varna gegn landbroti. Á hverju ári hefur framkvæmdafé verkefnisins verið um 50 m.kr. Umsóknir gilda í 6 ár og er forgangsraðað á hverju ári. Listi umsókna fyrri ára er ansi langur og langt umfram það fjármagn sem sjóðurinn hefur yfir að ráða. Eldri umsóknir falla úr gildi. Þeim sem eiga umsóknir eldri en 6 ára og landbrot enn viðvarandi er bent á að endurnýja umsókn sína.

Opnað hefur verið fyrir nýjar umsóknir á heimasíðu Landgræðslunnar
Frekari upplýsingar veitir verkefnastjóri Varna gegn landbroti, Sigurjón Einarsson, í síma 856-0432 eða í gegnum netfangið sigurjon.einarsson@ landgraedslan.is.

Skylt efni: Landgræðsla | landbrot

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...