Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 mánaða.
Myndirnar eru teknar í október 2024 þegar hópurinn fór norður til þess að setja upp mælitæki og gera fyrstu skannanir. Meðal annars voru Tyrfingsstaðir heimsóttir en þarna standa þau Sigríður Þorgeirsdóttir, forvörður í munasafni Þjóðminjasafns Íslands, Ágústa Kristófersdóttir, framkvæmdastjóri safneignar hjá Þjóðminjasafninu, Kathryn Ann Teeter, doktorsnemi í umhverfisfræði við Háskóla Íslands, Sigurður Marz Björnsson, bóndi á Tyrfingsstöðum, Helgi Sigurðsson, Fornverki ehf. og Björn Marteinsson, arkitekt og verkfræðingur.
Myndirnar eru teknar í október 2024 þegar hópurinn fór norður til þess að setja upp mælitæki og gera fyrstu skannanir. Meðal annars voru Tyrfingsstaðir heimsóttir en þarna standa þau Sigríður Þorgeirsdóttir, forvörður í munasafni Þjóðminjasafns Íslands, Ágústa Kristófersdóttir, framkvæmdastjóri safneignar hjá Þjóðminjasafninu, Kathryn Ann Teeter, doktorsnemi í umhverfisfræði við Háskóla Íslands, Sigurður Marz Björnsson, bóndi á Tyrfingsstöðum, Helgi Sigurðsson, Fornverki ehf. og Björn Marteinsson, arkitekt og verkfræðingur.
Mynd / Dórótea Höeg Sigurðardóttir
Viðtal 30. janúar 2025

Varðveisla torfbæja

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Eitt elsta dæmi um byggingarlist hérlendis, hluta af menningu þjóðarinnar, er torfbærinn.

Manfreð Vilhjálmsson arkitekt, ötull talsmaður íslenskrar menningar á árum áður, kom þessari skoðun á framfæri, enda byggingarlist skilgreind sem listin að reisa hús eftir vissum reglum. Þetta var í kringum 1970 en þá þótti mörgum Íslendingar fátækir af listrænum arfi.

Bætt varðveisla nauðsynleg

Á síðasta ári hófst samstarfsverkefni Þjóðminjasafnsins og Háskóla Íslands að bættri varðveislu þessa menningararfs og eru rannsóknir í höndum ýmissa sérfræðinga á sviði byggingarverkfræði og varðveislu bygginga. Dórótea Höeg Sigurðardóttir, lektor við umhverfis- og byggingarverkfræðideild Háskóla Íslands, er ein þeirra en hún er verkefnastjóri verkefnisins sem styrkt er af Rannís.

Hún segir verkefnið ætlað til að auka skilning á byggingareðlisfræði og burðarþoli torfbæja. Markmiðið sé að auka skilvirkni og árangur af viðhaldi og bæta varðveislu þeirra en á Íslandi er stærsta varðveitta safn slíkra húsa í heiminum.

„Bæirnir sem við erum að skoða núna í upphafi verkefnis eru í eigu Þjóðminjasafnsins, en þetta eru Keldur á Rangárvöllum, Laufás í Eyjafirði og Grenjaðastaður í Aðaldal. Við sjáum fyrir okkur að bæta svo við Þverá í Laxárdal og Selinu í Skaftafelli,“ segir Dórótea. Með henni starfa Kathryn Ann Teeter, doktorsnemi í umhverfisfræði við Háskóla Íslands, Björn Marteinsson, arkitekt og verkfræðingur, Ágústa Kristófersdóttir, framkvæmdastjóri safneignar hjá Þjóðminjasafninu og Alma Sigurðardóttir, sérfræðingur húsasafns hjá Þjóðminjasafninu.

jörn og Kathryn fylgjast með þegar Sigurður M. Björnsson á Tyrfingsstöðum útskýrir lögun úthorns.

Mælingar hitastigs og raka forvitnilegar

„Í verkefninu verða inni- og útiaðstæður (hitastig og raki) mældar auk þess sem fylgst verður með rakainnihaldi torfsins og hreyfingum í timburgrindinni. Samhliða þessum mælingum verða efniseiginleikar torfsins rannsakaðir í rannsóknarstofu, m.a. jafnvægisraki og útþornunartími. Umhverfisaðstæðurnar, rakinn í torfinu og efniseiginleikarnir verða nýttir til þess að byggja tölvulíkan sem getur lýst byggingareðlisfræðilegri hegðun torfþaksins og til viðbótar verður greining á þrívíðum punktskýjum notuð til þess að rannsaka hreyfingar í timburgrindinni sem ber torfið,“ segir Dórótea, sem bendir á að torfbæir eru í dag safngripir sem þarf að gæta.

„Það væri í framhaldinu forvitnilegt að geta skoðað óþiljuð hús á borð við útihús eða skemmur sem ekki er eins vel við haldið heldur eru sem kallast hrárri hús. Þá hús sem eru ekki loftræst eða sérstök gæsla höfð á hitastigi.“ Það sé þó ekki á döfinni sem stendur en aldrei að vita hvað framtíðin ber í skauti sér.

Kathryn stendur við skannann í dúnhúsinu í Laufási.

Líkt og í dag þarf að sinna húsakynnum sínum

Hvað varðar bæi sem standa án sérstaks utanumhalds Þjóðminjasafnsins eru þeir til og þá helst á Norðurlandi. Veðurfar á norðanverðu landinu hefur gegnum árin verið kaldara og þurrara og minna um umhleypingar sem annars hefðu áhrif á byggingarefni bæjanna.

Dórótea segir að þó búseta í torfbæ sé ekki æskileg í dag gátu bæirnir vel sinnt sínu hlutverki ef regluleg endurnýjun var með góðu móti. „Fólk sem var duglegt að fylla í rifurnar þegar fór að leka og gætti að almennu viðhaldi hafði í höndunum meðfærilegt efni sem er moldin og torfið. Ef veggurinn seig var hægt að bæta ofan á hann lögum. Þetta á þó jafnvel við í dag og þá, sumt húsnæði er vel byggt og því sinnt á meðan önnur grotna niður án nokkurs eftirlits. „Við höfum verið að grafa svolítið í skjalasafn Þjóðminjasafnsins til þess að finna upplýsingar um torfbæi hérlendis, bæði skýrslur og annað. Það hefur gefið okkur ágætis yfirlit yfir búsetu fólks og byggingar,“ segir Dórótea. „Þetta er þó ekki heildstætt og við enn í byrjunarfasanum, en það væri gaman að geta sett saman ítarlegt yfirlit, jafnvel handbók um íslenska torfbæinn að verkefni loknu.

Ástæða þess að sumir töldu torfbæi ekki falla undir byggingarlist eða menningu áður fyrr er að það fylgdi því nokkur skömm að búa í moldarkofa í upphafi 20. aldarinnar. Menn gátu eiginlega ekki jafnað þá nógu hratt við jörðu,“ segir Dórótea. „En þetta er auðvitað eitthvað sem þarf að varðveita, bæði sem menningarverðmæti og hluta af sögunni okkar. Við þurfum þó ekki að vera með tugi torfbæja- sérfræðinga heldur fínt að vera með einn og einn sem sinnir þessari gæslu fyrir komandi kynslóðir.“

Rannsóknin er sú fyrsta sinnar tegundar á íslenskum torfbæjum enda eiginleikar torfs sem byggingarefnis að nokkru óþekkt. Að svo stöddu er áætlað að verkefnið sjálft verði til þriggja ára. 

Björn kemur raka- og hitamæli fyrir í torfþakinu yfir dúnhúsinu í Laufási.

Skylt efni: Torfbær

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...