Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Vanræksla kærð til lögreglunnar
Fréttir 30. apríl 2024

Vanræksla kærð til lögreglunnar

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Matvælastofnun tilkynnti þann 9. apríl sl. að stofnunin hefði kært til lögreglu alvarlega vanrækslu á nautgripum á lögbýli á Norðurlandi vestra.

„Við eftirlit sem framkvæmt var með aðstoð lögreglu fundust 29 dauðir nautgripir í gripahúsi. Í kjölfarið aflífuðu starfsmenn stofnunarinnar 21 grip til viðbótar á staðnum sökum slæms ástands, allt gripir sem voru hýstir í húsinu. Aðrir nautgripir, sem hafði verið haldið úti við, voru hýstir yfir nóttina, en síðan voru þeir færðir til slátrunar daginn eftir. Hræjum og skrokkum hefur þegar verið fargað á viðurkenndum urðunarstað“, segir í tilkynningu Matvælastofnunar.

Umráðamaður sviptur heimild til dýrahalds

Þar kemur einnig fram að umráðamaður dýranna hafi verið sviptur heimild til dýrahalds tímabundið, eða þar til dómur fellur í málinu. „Í kæru til lögreglu gerir stofnunin þá kröfu að umráðamaður verði með dómi sviptur heimild til að hafa búfé í umsjá sinni, versla með þau eða sýsla með þau með öðrum hætti. Málið er nú til frekari rannsóknar hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra.“

Stjórnvaldsákvarðanir í mars

Matvælastofnun tilkynnti enn fremur um stjórnvaldsákvarðanir á hendur búum og afurðastöðvum í mars. Kjúklingasláturhús á Suðurlandi var sektað vegna brota á dýravelferð sem uppgötvuðust við eftirlit. Kúabú var svipt mjólkursöluleyfi þar sem gæði mjólkur reyndust ófullnægjandi.

Dagsektir voru lagðar á kúabú á Suðurlandi vegna brota á dýravelferð. Of mikill þéttleiki reyndist vera í stíum, klaufhirðu ábótavant og kálfar bundnir. Einnig voru dagsektir lagðar á hrossa- og sauðfjárbú á Norðausturlandi vegna brota á dýravelferð. Þá var sláturhús á Suðvesturlandi sektað vegna brota á dýravelferð vegna fráviks við aflífun á grís. Þetta kemur fram á
Fyrir þinginu liggur nýtt frumvarp um lagareldi. Bjarkey telur það til þess fallið að skapa eins mikla sátt og hægt er. Mynd frá Patreksfirði.
vef Matvælastofnunar.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...