Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Vanræksla kærð til lögreglunnar
Fréttir 30. apríl 2024

Vanræksla kærð til lögreglunnar

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Matvælastofnun tilkynnti þann 9. apríl sl. að stofnunin hefði kært til lögreglu alvarlega vanrækslu á nautgripum á lögbýli á Norðurlandi vestra.

„Við eftirlit sem framkvæmt var með aðstoð lögreglu fundust 29 dauðir nautgripir í gripahúsi. Í kjölfarið aflífuðu starfsmenn stofnunarinnar 21 grip til viðbótar á staðnum sökum slæms ástands, allt gripir sem voru hýstir í húsinu. Aðrir nautgripir, sem hafði verið haldið úti við, voru hýstir yfir nóttina, en síðan voru þeir færðir til slátrunar daginn eftir. Hræjum og skrokkum hefur þegar verið fargað á viðurkenndum urðunarstað“, segir í tilkynningu Matvælastofnunar.

Umráðamaður sviptur heimild til dýrahalds

Þar kemur einnig fram að umráðamaður dýranna hafi verið sviptur heimild til dýrahalds tímabundið, eða þar til dómur fellur í málinu. „Í kæru til lögreglu gerir stofnunin þá kröfu að umráðamaður verði með dómi sviptur heimild til að hafa búfé í umsjá sinni, versla með þau eða sýsla með þau með öðrum hætti. Málið er nú til frekari rannsóknar hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra.“

Stjórnvaldsákvarðanir í mars

Matvælastofnun tilkynnti enn fremur um stjórnvaldsákvarðanir á hendur búum og afurðastöðvum í mars. Kjúklingasláturhús á Suðurlandi var sektað vegna brota á dýravelferð sem uppgötvuðust við eftirlit. Kúabú var svipt mjólkursöluleyfi þar sem gæði mjólkur reyndust ófullnægjandi.

Dagsektir voru lagðar á kúabú á Suðurlandi vegna brota á dýravelferð. Of mikill þéttleiki reyndist vera í stíum, klaufhirðu ábótavant og kálfar bundnir. Einnig voru dagsektir lagðar á hrossa- og sauðfjárbú á Norðausturlandi vegna brota á dýravelferð. Þá var sláturhús á Suðvesturlandi sektað vegna brota á dýravelferð vegna fráviks við aflífun á grís. Þetta kemur fram á
Fyrir þinginu liggur nýtt frumvarp um lagareldi. Bjarkey telur það til þess fallið að skapa eins mikla sátt og hægt er. Mynd frá Patreksfirði.
vef Matvælastofnunar.

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...