Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Vannýtt tækifæri
Mynd / Hkr
Leiðari 6. nóvember 2025

Vannýtt tækifæri

Höfundur: Þröstur Helgason, ritstjóri

Hlutfall innlendrar búvöruframleiðslu á íslenskum matvörumarkaði hefur dregist saman á síðustu árum. Hlutfall innlendrar grænmetisframleiðslu af innanlandsþörf hefur lækkað um tíu prósent á síðustu tíu árum og er hlutfallið nú aðeins um 27 prósent. Sauðfé hefur fækkað um þrjátíu prósent á sama árafjölda. Þetta kom fram í frétt í síðasta blaði en þar var vísað til skýrslu um stöðu fæðuöryggis á Íslandi sem unnin var af Nordic Insights fyrir atvinnuvegaráðuneytið.

Í fréttinni komu einnig fram viðbrögð Bændasamtaka Íslands þess efnis að stjórnvöld verði að bregðast við af öllum mætti enda séu áskoranir tengdar fæðuöryggi sérstaklega mikilvægar vegna legu landsins sem gerir það háðara innflutningi á lykilhráefnum til matvælaog fóðurframleiðslu: „Þrátt fyrir að Ísland standi vel á mörgum sviðum, með öflugan sjávarútveg, hreint vatn og aðgengilegt flutningskerfi, er ljóst að fæðukerfi landsins er viðkvæmt gagnvart ytri og innri áföllum og að efla þurfi og styrkja áfallaþolið“, segir í umsögn samtakanna um skýrsluna.

Lesendur blaðsins þekkja þessa umræðu. Þeir vita til dæmis að það er skortur á innlendu nautakjöti á innanlandsmarkaði. Þeir vita líka ástæðurnar. Það vantar hvata til aukinnar framleiðslu, aukna vernd af innflutningstollum, fyrirsjáanleika í stuðningskerfinu og sums staðar vantar líka ódýrara rafmagn til handa þeim sem stunda matvælaframleiðslu.

Í forvitnilegu viðtali við Axel Sæland, formann garðyrkjudeildar Bændasamtaka Íslands, í blaðinu í dag, kemur þetta meira og minna allt saman fram. Axel segir að grunnurinn að vanda garðyrkjubænda sé sá að það hafi ekki verið næg fjárfesting í greininni til margra ára og tollverndin í útiræktinni hafi rýrnað gríðarlega mikið síðustu ár vegna hárrar verðbólgu. „Umhverfið þarf að vera vaxtarhvetjandi til að aukin framleiðsla eigi sér stað. Samkeppnin erlendis frá er mikil þó svo að tollar séu til staðar.“

Axel segir að núverandi búvörusamningar hamli frekari vexti þótt þeir henti ágætlega til að viðhalda stöðunni eins og hún sé. „Fyrir einstaka framleiðendur er jafnvel best að heildarframleiðsla minnki, því þá fá þeir sem eru eftir meiri ríkisstuðning. Þetta er úrelt kerfi sem miðaðist við umhverfi þar sem næg framleiðsla var og mátti meira að segja draga úr henni. Garðyrkjubændum mun eingöngu fækka miðað við hvernig kerfið er upp sett og því líkur á að hlutfall íslensks grænmetis á markaði haldi áfram að minnka ef ekkert breytist með nýjum búvörusamningum.“

Aðalatriðið er þetta: Það eru augljóslega vannýtt tækifæri í íslenskum landbúnaði sem stjórnvöld virðast hreinlega ekki koma auga á. Í húfi er ekki bara þessi atvinnuvegur, sem veitir ellefu þúsund manns atvinnu og myndar ekki aðeins grunninn að byggðafestu vítt og breitt um landið, heldur einnig fæðuöryggi landsins. Þá eru ótalin jákvæð áhrif á aðrar atvinnugreinar, svo sem ferðaþjónustu. Er ekki kominn tími til að stjórnvöld opni augun fyrir því sem blasir við?

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...