Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Arney frá Ytra-Álandi, knapi Agnar Þór Magnússon
Arney frá Ytra-Álandi, knapi Agnar Þór Magnússon
Mynd / Kolla Gr.
Fréttir 3. apríl 2024

Val kynbótahrossa á Landsmót hestamanna

Höfundur: Hulda Finnsdóttir

Sami fjöldi kynbótahrossa verður dæmdur á Landsmóti hestamanna í sumar og hefur verið síðastliðinn áratug. En nú verður eingöngu stuðst við aðaleinkunn samkvæmt ákvörðun Fagráðs í hrossarækt.

Þátttökufjöldi í hverjum flokki á Landsmóti hestamanna 2024.

Árið 2016 var hætt að notast við einkunnalágmörk í hverjum aldursflokki við val kynbótahrossa á Landsmóti og var fjöldi þeirra takmarkaður. Ákveðinn fjöldi hrossa er í hverjum aldursflokki og hefur þátttökurétturinn miðast við stöðulista við lok vorsýninga. Síðan 2018 hafa 170 hross haft þátttökurétt í kynbótasýningu Landsmóts og er fjöldinn í hverjum aldursflokki misjafn (sjá töflu).

Mismunandi aðferðum hefur einnig verið beitt við valið á hrossunum inn á stöðulistann. Fyrir Landsmót árin 2016 og 2018 var tíu stigum bætt við aðaleinkunn klárhrossa (sem eru með skráð einkunnina 5,0 fyrir skeið) þegar verið var að raða hrossunum í sætaröðun á stöðulistann fyrir mótin.

Markmiðið var að auka hlut klárhrossa á mótinu sem hafði minnkað með upptöku stöðulistans. Hlutfall þeirra áður en stöðulistinn var tekinn upp sem dæmi var 26% á Landsmóti 2014. Árið 2016 var hlutfall þeirra 18% og 2018 var hlutfallið 24%. Á síðasta Landsmóti var hlutfall klárhrossa 46%, eða rétt tæpur helmingur hrossanna.

Þessa aukningu má helst rekja til þess að árið 2020 ákvað fagráð að við val inn á Landsmót væri farin sú leið að 75% hrossa í hverjum flokki væru valin eftir aðaleinkunn og 25% hrossa eftir aðaleinkunn án skeiðs.

Þá urðu einnig breytingar á vægisstuðlum kynbótadóma gerðar árið 2020 þar sem vægi á brokki og feti var hækkað, auk þess að hægt stökk fékk vægi í heildareinkunn hrossa.

Fagráð skoðaði sögulega hvert hlutfall klárhrossa væri af heildarfjölda kynbótahrossa á stöðulista við lok vorsýninga ef eingöngu væri valið eftir aðaleinkunn á síðustu árum og var hlutfallið allt að 30% árin 2020– 2023.

Fagráð í hrossarækt ákvað því á fundi sínum í febrúar að val kynbótahrossa á stöðulista fyrir Landsmót 2024 muni eingöngu fara eftir aðaleinkunn og að sami fjöldi hrossa hafi þátttökurétt á Landsmótinu í sumar eins og hefur verið frá 2018. Einnig mun sami fjöldi hrossa vera í hverjum aldursflokki.

Skylt efni: Landsmót hestamanna

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...