Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Rán Finnsdóttir, Bryndís Marteinsdóttir og Jóhann Helgi Stefánsson starfa hjá Landgræðslunni að verkefninu GróLind.
Rán Finnsdóttir, Bryndís Marteinsdóttir og Jóhann Helgi Stefánsson starfa hjá Landgræðslunni að verkefninu GróLind.
Mynd / GróLind
Líf og starf 26. maí 2023

Vakta gróður og jarðveg

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Landgræðslan stóð fyrir opnum kynningar- og samráðsfundi um verkefnið GróLind í Keldnaholti á dögunum. Þar fjölluðu þau Bryndís Marteinsdóttir, Jóhann Helgi Stefánsson og Rán Finnsdóttir um stöðu verkefnisins og næstu skref þess.

Fundurinn var sá áttundi í röð opinna funda GróLindar en aðrir voru haldnir á Kirkjubæjarklaustri, í Ljósvetningabúð, á Egilsstöðum, Brautarholti, Hvanneyri, Sauðfjár­setrinu á Ströndum og á Blönduósi.

Markmið verkefnisins GróLindar er að meta og vakta ástand gróður­- og jarðvegsauðlinda landsins og þróa sjálfbærnivísa fyrir nýtingu auðlindanna. Verkefnið hófst árið 2017 og hefur verið fjármagnað gegnum búvörusamninga. Í verkefninu felst að byggja upp samstarfsnet við landnotendur og stofnanir, setja fram stöðumat á ástandi landsins gegnum fyrirliggjandi gögn, ásamt því að kortleggja íslensk beitilönd, leggja út vöktunarreiti og fá landnotendur til að gera slíkt hið sama.

Útlagning vöktunarreita hefur staðið yfir frá árinu 2019 en stefnt er að því að þeir verði 1.000–1.500 talsins. Hér má sjá einn slíkan reit.

Útlagning vöktunarreita hefur staðið yfir frá árinu 2019 en stefnt er að því að þeir verði 1.000–1.500 talsins. Meðal þess sem er metið á hverjum stað er gróðurþekja, jarðvegsrof, vistgerðir, eiginleikar og tegundir gróðurs. Reitirnir munu geta gefið vísbendingar um þróun gróður­ og jarðvegs þegar fram líða stundir en áætlað er að hver reitur verði endurmældur á fimm ára fresti. Vonir standa til um að notkun gervitunglamynda og gervigreindar munu auðvelda ástandsmat í náinni framtíð, en starfsmenn útskýrðu framþróun tækninnar og hvernig hún gæti stutt við mat í jörðu niðri.

Aðferðarfræði við kortlagningu beitilanda er enn í vinnslu, m.a. með þátttöku geitfjáreigenda í verkefninu sem nú eru að teikna inn beitarsvæði.

Við verkefnið bættist svo þriðja markmiðið árið 2022, að meta beitarþol lands og setja fram ráðgjöf varðandi nýtingu lands til beitar, en sá þáttur verkefnisins er enn ófjármagnaður.

Meðal þess sem vaktað er gróðurþekja og tegundir gróðurs

Mikið magn upplýsinga til hagnýtingar

Hluti af verkefni GróLindar er einnig að skoða atferli sauðfjár í sumarhögum. En síðan 2018 hefur GPS staðsetningarbúnaður verið hengdur á allmargar kindur sumarlangt til að fylgjast með ferðum þeirra. Geta þau gögn sem þar hafa safnast nýst í ýmis rannsóknarverkefni.

Gagnvirk vefsjá

Framsögumenn lögðu áherslu á það mikla gagnamagn sem verkefnið hefur viðað að sér og að öll gögnin verði aðgengileg. Nefndu þau rannsóknarverkefni á borð við TRAPP og Tundrasalad sem nýta sér gögnin. Í gegnum vefsíðu GróLindar er m.a. hægt að nálgast þær upplýsingar sem þegar hafa fengist gegnum landvöktun. Stefnt er að endurbættri heimasíðu og gagnvirkri vefsjá og vonast er til að hagnýting gagna muni leiða til betri þekkingar á gróður­ og jarðvegsauðlind Íslands.

Síðasti kynningarfundur GróLindar verður haldinn miðvikudaginn 31. maí kl. 14 gegnum vefinn. Hægt er að nálgast nánari upplýsingar um hann á vefsíðunni grolind.is

Skylt efni: Grólind

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...