Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Rán Finnsdóttir, Bryndís Marteinsdóttir og Jóhann Helgi Stefánsson starfa hjá Landgræðslunni að verkefninu GróLind.
Rán Finnsdóttir, Bryndís Marteinsdóttir og Jóhann Helgi Stefánsson starfa hjá Landgræðslunni að verkefninu GróLind.
Mynd / GróLind
Líf og starf 26. maí 2023

Vakta gróður og jarðveg

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Landgræðslan stóð fyrir opnum kynningar- og samráðsfundi um verkefnið GróLind í Keldnaholti á dögunum. Þar fjölluðu þau Bryndís Marteinsdóttir, Jóhann Helgi Stefánsson og Rán Finnsdóttir um stöðu verkefnisins og næstu skref þess.

Fundurinn var sá áttundi í röð opinna funda GróLindar en aðrir voru haldnir á Kirkjubæjarklaustri, í Ljósvetningabúð, á Egilsstöðum, Brautarholti, Hvanneyri, Sauðfjár­setrinu á Ströndum og á Blönduósi.

Markmið verkefnisins GróLindar er að meta og vakta ástand gróður­- og jarðvegsauðlinda landsins og þróa sjálfbærnivísa fyrir nýtingu auðlindanna. Verkefnið hófst árið 2017 og hefur verið fjármagnað gegnum búvörusamninga. Í verkefninu felst að byggja upp samstarfsnet við landnotendur og stofnanir, setja fram stöðumat á ástandi landsins gegnum fyrirliggjandi gögn, ásamt því að kortleggja íslensk beitilönd, leggja út vöktunarreiti og fá landnotendur til að gera slíkt hið sama.

Útlagning vöktunarreita hefur staðið yfir frá árinu 2019 en stefnt er að því að þeir verði 1.000–1.500 talsins. Hér má sjá einn slíkan reit.

Útlagning vöktunarreita hefur staðið yfir frá árinu 2019 en stefnt er að því að þeir verði 1.000–1.500 talsins. Meðal þess sem er metið á hverjum stað er gróðurþekja, jarðvegsrof, vistgerðir, eiginleikar og tegundir gróðurs. Reitirnir munu geta gefið vísbendingar um þróun gróður­ og jarðvegs þegar fram líða stundir en áætlað er að hver reitur verði endurmældur á fimm ára fresti. Vonir standa til um að notkun gervitunglamynda og gervigreindar munu auðvelda ástandsmat í náinni framtíð, en starfsmenn útskýrðu framþróun tækninnar og hvernig hún gæti stutt við mat í jörðu niðri.

Aðferðarfræði við kortlagningu beitilanda er enn í vinnslu, m.a. með þátttöku geitfjáreigenda í verkefninu sem nú eru að teikna inn beitarsvæði.

Við verkefnið bættist svo þriðja markmiðið árið 2022, að meta beitarþol lands og setja fram ráðgjöf varðandi nýtingu lands til beitar, en sá þáttur verkefnisins er enn ófjármagnaður.

Meðal þess sem vaktað er gróðurþekja og tegundir gróðurs

Mikið magn upplýsinga til hagnýtingar

Hluti af verkefni GróLindar er einnig að skoða atferli sauðfjár í sumarhögum. En síðan 2018 hefur GPS staðsetningarbúnaður verið hengdur á allmargar kindur sumarlangt til að fylgjast með ferðum þeirra. Geta þau gögn sem þar hafa safnast nýst í ýmis rannsóknarverkefni.

Gagnvirk vefsjá

Framsögumenn lögðu áherslu á það mikla gagnamagn sem verkefnið hefur viðað að sér og að öll gögnin verði aðgengileg. Nefndu þau rannsóknarverkefni á borð við TRAPP og Tundrasalad sem nýta sér gögnin. Í gegnum vefsíðu GróLindar er m.a. hægt að nálgast þær upplýsingar sem þegar hafa fengist gegnum landvöktun. Stefnt er að endurbættri heimasíðu og gagnvirkri vefsjá og vonast er til að hagnýting gagna muni leiða til betri þekkingar á gróður­ og jarðvegsauðlind Íslands.

Síðasti kynningarfundur GróLindar verður haldinn miðvikudaginn 31. maí kl. 14 gegnum vefinn. Hægt er að nálgast nánari upplýsingar um hann á vefsíðunni grolind.is

Skylt efni: Grólind

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...