Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Hinrik Carl Ellertsson matreiðslumeistari hjá Spírunni í Garðheimum og áhugamaður um sveppi.
Hinrik Carl Ellertsson matreiðslumeistari hjá Spírunni í Garðheimum og áhugamaður um sveppi.
Líf&Starf 4. september 2014

Væta og hlýindi hafa góð áhrif á sveppavöxt

Höfundur: Vilmundur Hansen

Sveppir skjóta upp kollinum síðsumars í ágúst og fram eftir hausti í september og jafnvel fram í október ef vel viðrar. Sumar tegundir vaxa í kringum ákveðnar trjátegundir, eins og furusveppur og lerkisveppur, en aðrar lifa í sambýli við margar tegundir, eins og kóngssveppur og kúalubbi.

Hinrik Carl Ellertsson, matreiðslu­meistari hjá Spírunni í Garðheimum og áhugamaður um sveppi, segir að best sé að tína sveppi 3 til 4 dögum eftir rigningu og í þurru veðri því annars séu þeir slepjulegir viðkomu. Þá sé líka mest af þeim. „Mér sýnast sveppir vera fyrr á ferðinni núna en undanfarið ár enda kunna þeir vel að meta vætuna og hlýindin í sumar.“

Mikið af sveppum í Hrísey

„Ég var í Hrísey í viku í byrjun ágúst og það var hellingur af sveppum, kúalubba, furu- og lerkisvepp og gorkúlu. Það var greinilega enginn búinn að tíma neitt þarna á þeim tíma því auk sveppa var hellingur af berjum líka. Ég safnaði slatta af sveppum og grillaði og þeir smökkuðust yndislega.“

Söfnun sveppa

Mest er um sveppi í skóglendi og tegundum matsveppa hefur fjölgað með aukinni skógrækt en þeir finnast einnig í mó- og graslendi.

Sveppir eru bestir á meðan þeir eru ungir og óskemmdir af áti snigla eða skordýra. Þegar sveppir eru tíndir skal taka neðst um stafinn og snúa honum varlega og losa þannig frá jarðveginum. Einnig má skera þá lausa með beittum hníf. Ekki er ráðlagt að kippa sveppum upp því þá er hætt við að ímurnar eða sveppþræðirnir skemmist.

Ráðlegt er að tína sveppi í ílát sem loftar vel um, til dæmis körfu eða kassa, en aldrei í plastpoka eða plastílát því þá rotna þeir. Gott er að skera neðsta hlutann af stafnum burt og hreinsa skal allt lauf og óhreinindi af um leið og sveppirnir eru tíndir og er ráðlegt að fjarlægja allar skemmdir strax. Ef til stendur að þurrka sveppina er gott að skera þá í tvennt til að sjá hvort þeir eru maðkaðir. Möðkuðum sveppum verður að henda og er best að gera það á staðnum.

Meira um sveppi en í fyrra

Hinrik segist hafa litið í kringum sig í Heiðmörk eftir sveppum á síðustu dögum. „Fljótt á litið sýnist mér meira af þeim núna en á síðasta ári enda þurfti maður að hafa talsvert fyrir því að finna sveppi síðasta sumar. Ásókn í sveppi í Heiðmörk er gríðarlega mikil og stundum sé ég heilu hópana af fólki sem er markvisst að tína og lítið eftir þegar það er búið að kemba svæðið.

Ég er fremur vanafastur þegar kemur að því að tína sveppi og tíni eingöngu sveppi sem ég þekki og ég veit að eru góðir enda engin ástæða til að taka óþarfa sénsa í þeim málum.“ 

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...