Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Æðarkolla hefur komið sér fyrir á hreiðri við gamla bátaspilið fyrir framan bæjarhúsin í Vigur. Hægra megin má sjá í stefnið á gamla áttæringnum Vigur-Breið sem smíðaður var 1829, en í fjarska er vindmyllan sem reist var 1860 og notuð til að mala korn.
Æðarkolla hefur komið sér fyrir á hreiðri við gamla bátaspilið fyrir framan bæjarhúsin í Vigur. Hægra megin má sjá í stefnið á gamla áttæringnum Vigur-Breið sem smíðaður var 1829, en í fjarska er vindmyllan sem reist var 1860 og notuð til að mala korn.
Mynd / Salvar Ólafur Baldursson
Fréttir 12. júní 2017

Væta hefur aftrað dúntekju hjá Vigurbændum

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir
„Það er búið að vera hræðilegt veður fyrir æðafugla á þessu svæði, bæði hvasst og óvanalega mikil væta. Þetta hefur væntanlega þau áhrif að dúntekja verður töluvert minni,“ segir Salvar Ólafur Baldursson, bóndi í Vigur í Ísafjarðardjúpi. Vegna votviðris var dúntekja ekki hafin í síðustu viku en Salvar vonaðist eftir að geta hafist handa sem fyrst.
 
Varp hófst á svipuðum tíma og undanfarin ár og er nú fullsest. „Æðarkollurnar setjast upp fyrr en hann gerði fyrir 20 árum. Það munar um viku. Nú erum við að finna orpið 2.–3. maí en það var alltaf í kringum 10.–11. maí áður fyrr.“
 
Salvar ætlar að árlega séu í Vigri um 2.500–3.500 hreiður æðarfugla en fjöldinn hafi haldist svipaður sl. 20–30 ár. 
 
Verðfall ekki áhyggjuefni
 
Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands voru 525 kíló af hreinsuðum æðardún flutt út á fyrstu þremur mánuðum ársins. Fyrir það fengust tæplega 110,7 milljónir á svokölluðu FOB-verði. Á sama tíma í fyrra höfðu 789 kíló verið flutt út fyrir um 165,4 milljónir og árið 2015 höfðu fengist 256 milljónir fyrir 724 kíló.
 
Salvar segir verð á dún líklega vera að gefa eftir út af gengi íslensku krónunnar. „Menn gátu aðeins tryggt sig gagnvart gengisstyrkingunni en mér sýnist það gæti orðið svolítið erfitt að halda verðinu.“ Þetta valdi mönnum þó litlum áhyggjum enda eru æðarbændur vanir verðflökti. „Við höfum oft upplifað verðfall á dúninum. Menn vita að það skiptast á skin og skúrir. Stundum er verðið gott og stundum lélegra,“ segir Salvar.
 
Ekkert lát er heldur á lundanum í Vigur og að sögn Salvars er nokkuð mikið um hann í ár. Þá sé krían nytsamlegur vinnufélagi í æðarbúskap. „Hér er þó nokkuð mikið kríuvarp, en það er gott að hafa hana. Hún skrattast í mávunum og hröfnum og maður sér þá hvað um er að vera.“
Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...