Vonir hafa vaknað um að auka megi seltuþol uppskeru. Japanskir vísindamenn hafa uppgötvað gen sem gegnir lykilhlutverki í aðlögun plantna að saltstreitu.
Vonir hafa vaknað um að auka megi seltuþol uppskeru. Japanskir vísindamenn hafa uppgötvað gen sem gegnir lykilhlutverki í aðlögun plantna að saltstreitu.
Mynd / Pixabay
Utan úr heimi 30. desember 2025

Væntingar um að auka megi seltuþol plantna verulega

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Vísindamenn hafa fundið lykilprótein sem gæti gert plöntur mun saltþolnari og bjargað uppskerum í framtíðinni.

Ný rannsókn vísindamanna við Waseda-háskólann í Japan sýnir að mótorpróteinið myosin XI-1 gegnir lykilhlutverki í aðlögun plantna að saltstreitu. Rannsóknin var birt í Plant & Cell Physiology seint í haust.

Jarðvegssöltun er ein helsta áskorun landbúnaðar í heiminum. Hún dregur úr vexti og framleiðni plantna og veldur eituráhrifum, oxunarálagi og osmótískri streitu. Hár styrkur natríumjóna (Na⁺) skaðar próteinsmíði, ljóstillífun og næringarjafnvægi, sem leiðir til langvarandi skemmda og minni uppskeru. Því er mikilvægt að skilja sameinda-mekanisma sem gera plöntum kleift að þola slíkar aðstæður.

Hingað til hefur hlutverk myosin XI-próteina í saltþoli verið lítt þekkt og var rannsóknin skref í þá átt að skilja þetta hlutverk betur.

„Verkefnið var drifið áfram af spurningunni hvernig plöntur halda frumubyggingu við öfgafullar aðstæður,“ sagði Liu í samtali við Eureka Alert. „Niðurstöðurnar opna nýja leið til að þróa saltþolnar tegundir sem henta jarðvegi með háu saltinnihaldi,“ sagði hann einnig.

Rannsóknin sýnir að myosin XI-1 er efnilegt fyrir erfðatækni og ræktunarverkefni. Með því að nýta þessa þekkingu mætti þróa plöntur sem standast jarðvegssöltun „Þetta er skref í átt að sjálfbærum landbúnaði í heimi sem glímir við loftslagsbreytingar,“ sagði Liu.

Jöklar hörfa hratt
Fréttir 30. desember 2025

Jöklar hörfa hratt

Vísindamenn telja að meira en hundrað jöklar í Ölpunum verði horfnir árið 2033. ...

Nýtt mælaborð styrkir hagsmunagæslu bænda
Fréttir 28. desember 2025

Nýtt mælaborð styrkir hagsmunagæslu bænda

Þann 15. desember síðastliðinn var nýtt mælaborð Bændasamtakanna tekið í notkun ...

Ofsahræðsla dýra vegna flugelda
Fréttir 27. desember 2025

Ofsahræðsla dýra vegna flugelda

Áramótin nálgast óðfluga og minnir Matvælastofnun dýraeigendur á að huga vel að ...

Gleðilega hátíð
Fréttir 23. desember 2025

Gleðilega hátíð

Bændablaðið óskar lesendum sínum um allt land gleðilegra jóla og þakkar samfylgd...

Skorradalshreppur kærir skipun raflínunefndar
Fréttir 23. desember 2025

Skorradalshreppur kærir skipun raflínunefndar

Sveitastjórn krefst þess að ákvörðun félags- og húsnæðismálaráðuneytisins um ski...

Guðmundur Hallgrímsson heiðraður
Fréttir 22. desember 2025

Guðmundur Hallgrímsson heiðraður

Fyrir skemmstu kom fulltrúi frá svissneska rúningsklippuframleiðandanum Heiniger...

Nýjungar næsta sumar
Fréttir 22. desember 2025

Nýjungar næsta sumar

Landsmót hestamanna fer fram á Hólum í Hjaltadal næsta sumar, dagana 5.–11. júlí...

Í fyrsta skipti greitt fyrir kornframleiðslu
Fréttir 19. desember 2025

Í fyrsta skipti greitt fyrir kornframleiðslu

Í fyrsta skipti styðja stjórnvöld nú beint kornframleiðslu kornbænda. Nýverið va...