Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Vaðbrekka
Mynd / Úr einkasafni
Bóndinn 30. nóvember 2017

Vaðbrekka

Langafi og -amma Aðalsteins Sigurðarsonar í Vaðbrekku keyptu jörðina árið 1922 og bjuggu hér í 50 ár. Svo tók afi hans við og svo pabbi hans og svo hann sjálfur frá árinu 2014.Hann er því fjórði ættliður sem býr þar. 
 
Býli:  Vaðbrekka.
 
Staðsett í sveit: Vaðbrekka stendur í 400 metra hæð yfir sjó í Hrafnkelsdal sem gengur suður úr Jökuldal ofanverðum á Fljótsdalshéraði. 
 
Ábúendur: Eyrún Harpa Eyfells Eyjólfsdóttir.
 
Fjölskyldustærð (og gæludýra): Erum tvö og eigum von á barni í febrúar. Eigum einnig hundinn Dimmalimm.
 
Stærð jarðar?  Jörðin er eitthvað um 6.600 hektarar.
 
Gerð bús? Sauðfjárbú.
 
Fjöldi búfjár og tegundir? Eingöngu sauðfé, 405 hausar.
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Þetta er alveg einkennileg spurning því hefðbundinn vinnudagur er ekki til, en hann byrjar snemma og endar seint. 
 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Sauðburður og smalamennskur eru skemmtilegust og skítmokstur það leiðinlegasta.
 
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Sjáum þetta fyrir okkur í svipuðum sniðum og þetta er núna í; kringum 400 kindur og hefðbundinn sauðfjárbúskapur. 
 
Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Betur má ef duga skal.
 
Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Vonandi vel.
 
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara?  Held að helstu tækifærin felist í því að selja búvörur á minni kjötkaupmenn um allan heim, til að ná til fleira fólks sem vill kaupa dýrara kjöt af kjötkaupmanninum á horninu.
 
Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk, smjör, ostur og meira smjör.
 
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Heimareykt bjúgu með smjöri.
 
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Mjög eftirminnilegt að geta hafið heyskap um miðjan júlí í sumar, sem er tveimur vikum fyrr en í venjulegu árferði.
 
 
Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f