Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Vagn Ingólfsson með glæsilega laxinn sinn.
Vagn Ingólfsson með glæsilega laxinn sinn.
Mynd / Alfons Finnsson
Líf og starf 19. desember 2023

Útskorinn 20 punda lax

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Vagn Ingólfsson í Ólafsvík er magnaður handverksmaður þegar kemur að útskurði og öðru slíku.

Nýjasta verkið hans er rúmlega 20 punda lax, sem hann skar út eins og um nýgenginn lax væri að ræða.

„Þetta var flókið en mjög gefandi og skemmtilegt verkefni. Mesta vinnan fór í að gera hreistrin í búkinn, sem eru á milli sex og sjö þúsund, allt frá 4 mm og upp í 9 mm en ég þurfti að brenna þau í fiskinn með sérstöku járni,“ segir Vagn. Hann fékk svo mann að
nafni Danny Harris í Arkansas-ríki í Bandaríkjunum, sem er fagmaður fram í fingurgóma, til að sprauta og handmála fiskinn.

„Ég sendi fiskinn út til hans, hann græjaði allt sem þurfti að gera og sendi mér svo aftur til baka. Ég gæti ekki verið ánægðari með útkomuna, þetta var meiri háttar vel gert hjá Danny.“

Fiskurinn sómir sér nú vel á fallega útskornum platta heima hjá Vagni og fjölskyldu í Ólafsvík og vekur þar athygli gesta og gangandi.

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...