Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Útrýming sauðfjárriðu
Á faglegum nótum 5. september 2024

Útrýming sauðfjárriðu

Höfundur: Sigurborg Daðadóttir, fráfarandi yfirdýralæknir

Í landsáætlun um útrýmingu sauðfjárriðu er gert ráð fyrir að áhættubæir fái umframstyrki til að hraða ræktun gegn riðu eins og kostur er.

Sigurborg Daðadóttir.

Áætlunin gerir ráð fyrir að allir sauðfjárbændur fái áfram styrki til að nota sæðingahrúta sem eru með verndandi eða mögulega verndandi arfgerðir, en að bæir sem flokkaðir verða sem áhættubæir fái að auki sérstaka hvatastyrki til notkunar á slíkum hrútum. Styrkirnir verða bundnir við notkun hrúta með þessar arfgerðir á allar ær á áhættubæ, óháð því hvort hrútarnir séu heimahrútar, aðkeyptir eða sæðingahrútar, öllu skiptir að hraða innleiðingu verndandi og/ eða mögulega verndandi arfgerða í viðkomandi hjörð til þess að fyrirbyggja uppkomu riðuveiki. Það er hagur allra að hraða ræktun á áhættubæjum.

Verið er að skrifa nýja riðureglugerð sem tekur mið af því sem stendur í landsáætluninni og reynt verður að hraða útgáfu hennar eins og kostur er, vonandi verða drög að nýrri reglugerð kynnt í Samráðsgátt stjórnvalda innan fárra vikna. Útgáfa reglugerða tekur tíma, raunhæft er að áætla að ný riðureglugerð líti dagsins ljós í október. Allir geta þó undirbúið sig, sérstaklega ættu bændur á N-Vesturlandi að kanna hvort þeirra bær gæti flokkast sem áhættubær og þannig átt kost á umframstyrkjum strax í næstu fengitíð. Þið ættuð að lesa
og þannig átt kost á umframkafla 4 og skoða hvort ykkar bær hakar í eitthvert af boxunum sem upp eru talin í töflu 6 á bls. 21 í landsáætluninni, atriðin taka til sjö síðastliðinna ára.

Telji þið að ykkar bær ætti að flokkast sem áhættubær ættuð þið strax að hafa samband við héraðsdýralækni eða hans fólk á umdæmisskrifstofu Mast á Sauðárkróki. Þannig getið þið unnið ykkur í haginn og flýtt fyrir flokkuninni því Mast getur ekki flokkað með formlegum hætti fyrr en reglugerðin hefur verið gefin út, því nákvæmari upplýsingar í tíma því meiri líkur á réttri flokkun fyrir fengitíð og þar með opnast fyrir umframstyrki.

Landsáætlun um útrýmingu saufjárriðu er sameiginleg stefna stjórnvalda og bænda, þar kemur fram hvernig Ísland ætlar sér að losna við riðuveiki í sauðfé. Landsáætlunin er vandað rit, þar er mikill fróðleikur og leiðbeiningar fyrir sauðfjárbændur, áætlunina má finna á heimasíðum BÍ, RML, MAR og MAST, auk þess hafa verið prentuð nokkur eintök sem hægt verður að nálgast hjá RML.

Tafla 6. Flokkun áhættubæja.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...