Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Útisvín í Gerðarkoti í Ölfusi
Líf og starf 13. júní 2016

Útisvín í Gerðarkoti í Ölfusi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Hallur Hróarsson og Berglind Kristinsdóttir keyptu nýlega jörðina Gerðarkot í Ölfusinu og hafa verið að koma sér fyrir í rólegheitunum ásamt börnum sínum og bústofni.

Samhliða bústörfunum eru þau að gera upp húsakostinn á jörðinni og starfa sem grunnskólakennarar í Hveragerði. Þau eiga fimm börn og til stendur að nokkrir grísir bætist í hópinn á næstunni.

Síðastliðið sumar voru þau í fyrsta skipti með frjáls svín á jörðinni og ólu þau með það að leiðarljósi að geta fært fólki svínakjöt af frjálsum svínum sem hafa lifað við gott atlæti á sinni ævi.

Önnur dýr á bænum eru hundur og köttur, 21 hæna, 4 hanar, 6 endur og 11 ungar, auk þess er á bænum einn gæsasteggur sem elskar að horfa á sjónvarpið. 

Berglind og Hallur segjast hafa mikinn áhuga á umhverfisvernd og náttúrunni og vilja helst rækta allt með lífrænni vottun en það ferli er flókið og dýrt, svo það mun verða einhver bið á því að það náist fullkomlega. Í vor hófu Gerðarkotsbændurnir hópsöfnunarátak þar sem þau freista þess að selja kjötið fyrirfram í samstarfi við Karolina Fund. Átakið hefur gengið vel og vakið nokkra athygli og hægt er að skoða það nánar á síðunni https://www.karolinafund.com/project/view/1400.

Skylt efni: Útisvín | Gerðarkot

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...