Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Útisvín í Gerðarkoti í Ölfusi
Líf og starf 13. júní 2016

Útisvín í Gerðarkoti í Ölfusi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Hallur Hróarsson og Berglind Kristinsdóttir keyptu nýlega jörðina Gerðarkot í Ölfusinu og hafa verið að koma sér fyrir í rólegheitunum ásamt börnum sínum og bústofni.

Samhliða bústörfunum eru þau að gera upp húsakostinn á jörðinni og starfa sem grunnskólakennarar í Hveragerði. Þau eiga fimm börn og til stendur að nokkrir grísir bætist í hópinn á næstunni.

Síðastliðið sumar voru þau í fyrsta skipti með frjáls svín á jörðinni og ólu þau með það að leiðarljósi að geta fært fólki svínakjöt af frjálsum svínum sem hafa lifað við gott atlæti á sinni ævi.

Önnur dýr á bænum eru hundur og köttur, 21 hæna, 4 hanar, 6 endur og 11 ungar, auk þess er á bænum einn gæsasteggur sem elskar að horfa á sjónvarpið. 

Berglind og Hallur segjast hafa mikinn áhuga á umhverfisvernd og náttúrunni og vilja helst rækta allt með lífrænni vottun en það ferli er flókið og dýrt, svo það mun verða einhver bið á því að það náist fullkomlega. Í vor hófu Gerðarkotsbændurnir hópsöfnunarátak þar sem þau freista þess að selja kjötið fyrirfram í samstarfi við Karolina Fund. Átakið hefur gengið vel og vakið nokkra athygli og hægt er að skoða það nánar á síðunni https://www.karolinafund.com/project/view/1400.

Skylt efni: Útisvín | Gerðarkot

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...