Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 mánaða.
Væntingar eru um góða uppskeru útiræktaðs grænmetis í haust vegna hagstæðra veðurskilyrða fram til þessa.
Væntingar eru um góða uppskeru útiræktaðs grænmetis í haust vegna hagstæðra veðurskilyrða fram til þessa.
Mynd / bbl
Fréttir 14. ágúst 2025

Útiræktað grænmeti dafnaði vel í sumar

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Uppskera útiræktaðs grænmetis gæti orðið með besta móti og miklu betri en í fyrra ef fer sem horfir.

„Það er allt gott að frétta af uppskeruhorfum í útiræktuninni,“ segir Helgi Jóhannesson, garðyrkjuráðunautur hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins. Vegna hins hlýja vors og passlega mikillar vætu í sumar hafi öllu farið vel fram og horfur séu á góðri uppskeru í sumar og haust. Næturfrost gæti þó stoppað vöxtinn í kartöflunum en mjög góð uppskera er að fást í þeim það sem af er. Tíðindi bárust einmitt af næturfrosti á Þingvallasvæðinu og Sandskeiði í vikunni og ekki á vísan að róa með frostleysi alls staðar á ræktunarsvæðum eftir þetta. „Menn eru að taka upp fram í október, en megnið auðvitað í byrjun september, svo það getur allt gerst. En fram til þessa er útlitið gott,“ segir Helgi enn fremur.

Tölur um uppskeru í mismunandi tegundum útiræktaðs grænmetis koma svo í hús í vetrarbyrjun, eftir að skráningum garðyrkjubænda á uppskeru beint af akri lýkur.

Uppskeran í fyrra var víða léleg vegna kulda, í heildina um 2.500 tonnum minni en árið áður, sem var þó einnig heldur lélegt ræktunarár. Þar af var gulrótauppskeran um helmingi minni, en athygli vakti þó að spergilkál hélt velli.

Vinnuaðferðum skilað til nýrrar kynslóðar
Fréttir 15. desember 2025

Vinnuaðferðum skilað til nýrrar kynslóðar

Út eru komnar þrjár bækur um verk Gunnars Bjarnasonar húsasmíðameistara sem smíð...

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...