Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Árlega hefur stofnuninni verið falið að úthluta um 5.000 þorskígildistonnum sem byggir á ákvörðun ráðherra hverju sinni. Á fiskveiðiárinu 2023/2024 eru í gildi 14 samningar í 12 byggðarlögum og má sjá magn í þorskígildistonnum á hverjum stað á myndinni hér að ofan.
Árlega hefur stofnuninni verið falið að úthluta um 5.000 þorskígildistonnum sem byggir á ákvörðun ráðherra hverju sinni. Á fiskveiðiárinu 2023/2024 eru í gildi 14 samningar í 12 byggðarlögum og má sjá magn í þorskígildistonnum á hverjum stað á myndinni hér að ofan.
Mynd / Byggðastofnun
Fréttir 18. júlí 2024

Úthlutun aflamarks

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Nýverið fundaði stjórn Byggðastofnunar vegna fyrirhugaðrar úthlutunar sértæks byggðakvóta sem gengið hefur undir nafninu Aflamark Byggðastofnunar.

Stofnuninni barst 21 umsókn en um ræðir hluta svokallaðs 5,3% kerfis, sem einnig hefur verið kallað félagslegi hluti fiskveiðistjórnunarkerfisins. Aðrir hlutar þess eru almennur byggðakvóti, línuívilnun, rækju- og skelbætur, strandveiðar og frístundaveiðar.

Samkvæmt 10. gr. a í lögum um stjórn fiskveiða nr. 116/2006 kemur fram að:

Byggðastofnun hefur til ráðstöfunar aflaheimildir sem ráðherra ákvarðar samkvæmt heimild í 5. mgr. 8. gr. til að styðja byggðarlög í alvarlegum og bráðum vanda vegna samdráttar í sjávarútvegi. Byggðastofnun getur gert samninga við fiskvinnslur eða útgerðarfélög til allt að sex ára í senn.

Verkefni matvælaráðherra um nýtingu sjávarauðlinda

Kemur fram í skýrslu matvælaráðuneytisins, Auðlindin okkar, að lagðar hafi verið fram tillögur þess efnis að sértæka byggðakvótanum skuli ráðstafað til byggða þar sem veiðar og vinnsla eiga framtíð fyrir sér og efla þannig sjávarútveg til lengri tíma litið. Hins vegar ætti að nýta önnur úrræði til að styrkja brothættar byggðir þar sem veiðar og vinnsla eiga ekki framtíð fyrir sér og samkvæmt mati Byggðastofnunar.

Auðlindin okkar er heiti á opnu og gagnsæju verkefni sem matvælaráðherra setti af stað í maí 2022 með þátttöku fjölmargra sérfræðinga. Markmiðið er hagkvæm og sjálf- bær nýting sjávarauðlinda í sátt við umhverfi og samfélag og lagði starfshópur verkefnisins fram að mælikvarðar um árangur byggðakerfa verði settir í samvinnu við Byggðastofnun, Fiskistofu, Samband íslenskra sveitarfélaga og aðra hagaðila og verði hluti af aðgerðaráætlun um sjávarútveg.

Áætlað er að sértæki byggðakvótinn verði áfram hluti af svokallaðri byggðafestuleið, sem felur í sér að nýir og endurnýjaðir samningar um byggðakvóta Byggðastofnunar skuli vera gerðir til sex ára með aðild viðkomandi sveitarfélags. Í samningum komi fram markmið með úthlutuninni, mælikvarðar, samstarfsaðilar, útfærsla, fyrirkomulag umsýslu og eftirfylgni og annað skv. samkomulagi og heimilt verði að bjóða opinberum aðilum, samtökum sveitarfélaga, fyrirtækjum eða félagasamtökum aðild að slíkum samningum.

Samningagerð vegna nýtingu byggðakvótans

Í byggðarlögunum Þingeyri, Suðureyri, Drangsnesi, Hólmavík, Hrísey, Borgarfirði eystra, Breiðdalsvík og Djúpavogi barst ein umsókn frá hverjum stað, tvær umsóknir bárust vegna byggðarlaganna Raufarhafnar og Bakkafjarðar, þrjár vegna Tálknafjarðar og sex vegna Grímseyjar.

Á fundinum ákvað stjórn að fela forstjóra að ganga til samninga við umsækjendur um nýtingu byggðakvótans á Þingeyri, Suðureyri, Hólmavík, Hrísey, Breiðdalsvík, Raufarhöfn og Djúpavogi en úthlutun frestað til annarra byggðarlaga vegna frekari gagnaöflunar. Komið hefur fram að allmargir aðilar sem standa að útgerð og fiskveiðum telji þessa samningagerð tryggja styrkingu og framtíð samfélaga, þá eflingu byggðar, þjónustu og aukningu á fasteignamarkaðnum svo eitthvað sé nefnt.

Reinhard Reynisson.

Samræmist þetta áliti Reinhards Reynissonar, sérfræðings á þróunarsviði Byggða stofnunar, en telur hann ljóst að víða væri engin fiskvinnsla á þeim stöðum þar sem samningar hafa verið í gildi, nyti þeirra ekki við, auk þess sem verkefnið skapaði festu og fyrirsjáanleika í þeim samfélögum sem í hlut eiga.

Segir hann verkefnið hafa skilað tilætluðum árangri og framkvæmd þess skilvirk. „Það kemur m.a. skýrt fram í umfjöllun Auðlindarinnar okkar og eins í skýrslu Ríkisendurskoðunar þar sem í báðum tilfellum er lagt til að þessi hluti byggðatengdu aflaheimildanna verði aukinn og festur í sessi og Byggðastofnun falið aukið hlutverk varðandi umsýsluna.“

Samkvæmt starfsáætlun stjórnar er næsti fundur fyrirhugaður 29. ágúst 2024 en áætlað er að afgreiddar verði tillögur um úthlutun aflamarks Byggðastofnunar sem frestað var, fyrir þann tíma.

Ráðstöfun til sértæks byggðakvóta hefur farið vaxandi, bæði í þorskígildum og sem hlutfall af 5,3% aflaheimilda. Nú eru í gildi samningar um 4.960 þorskígildistonn í sértækum byggðakvóta vegna ellefu byggðakjarna innan níu sveitarfélaga. Gröf / Skýrsla Matvælastofnunar

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...