Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Afkoma af útflutningi kindakjöts árið 2019 er talsvert betri en hann var árið á unda.  Kemur þar bæði til að verðþróun á mörkuðum er hagstæð sem og gengisáhrif.  Þá er ljóst að samhliða minni framleiðslu dregur úr útflutningi.
Afkoma af útflutningi kindakjöts árið 2019 er talsvert betri en hann var árið á unda. Kemur þar bæði til að verðþróun á mörkuðum er hagstæð sem og gengisáhrif. Þá er ljóst að samhliða minni framleiðslu dregur úr útflutningi.
Mynd / HKr.
Á faglegum nótum 28. febrúar 2020

Útflutningur á kindakjöti dróst saman um 19% á síðasta ári

Höfundur: Unnsteinn Snorri Snorrason framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda - unnsteinn@bondi.is
Heildarútflutningur á kindakjöti árið 2019 var 2.866 tonn sem er 19% samdráttur frá árinu áður þegar salan var 3.524 tonn.  Heildarverðmæti útflutnings var 1.907 milljónir en var árið 2018 2.231 milljón. Reiknað einingaverð útflutnings 2019 er 665 kr/kg, hækkar milli ára um 5%, var árið 2018 633 kr/kg.
 
Útflutningur á fersku kindakjöti árið 2019 var aðeins 61 tonn samanborið við 323 tonn árið áður. Munar hér mestu um að Whole Foods-verslunarkeðjan í Bandaríkjunum hættu innflutningi á íslensku lambakjöti á síðastliðnu ári.
 
Heildarútflutningur af frosnu kindakjöti árið 2019 var 2.805 tonn. Dregst saman um 400 tonn frá árinu áður. Á sama tíma eykst heildarútflutningsverðmæti á frosnu kindakjöti úr 1.820 milljónum árið 2018 í 1.847 milljónir árið 2019.  Einingarverð á frosnu kindakjöti hækkar þannig um 16% milli ára, fer úr 569 kr/kg árið 2018 í 659 kr/kg árið 2019. Frosið kindakjöt er 98% af öllum útflutningi árið 2019.
 
 
Útflutningur á frosnu lambakjöti 49 prósent af heildinni
 
Útflutningi á frosnu kindakjöti má skipta í þrjá meginflokka.  Lambakjöt, sem telur um 1.399 tonn (49% af heildar útflutningi), kjöt af fullorðnu sem telur um 720 tonn (25%) og annað fryst kindakjöt með beini og annað fryst úrbeinað lamba- og kindakjöt, sem telur 686 tonn (24%). Í síðasta flokknum er fyrst og fremst um að ræða slög. 
 
 
Reiknað einingaverð á frosnu lambakjöti hækkar um 16,3% milli ára, fer úr 669 kr/kg árið 2018 í 779 kr/kg árið 2019.
 
Árið 2019 voru flutt út 428 tonn af lambakjöti í heilum og hálfum skrokkum fyrir um 318 milljónir. Reiknað meðalverð ársins er 745 kr/kg, það er 55% hækkun milli ára þar sem einingaverð ársins 2018 var 481 kr/kg.  
 
Þróun á útflutningsverði á frosnu dilkakjöti í heilum og hálfum skrokkum. Verð í hverjum mánuði reiknað út frá samanlögðu magni og verðmæti 3 mánaða.
 
Afkoma af útflutningi kindakjöts árið 2019 er talsvert betri en hann var árið á undan. Kemur þar bæði til að verðþróun á mörkuðum er hagstæð sem og gengisáhrif. Þá er ljóst að samhliða minni framleiðslu dregur úr útflutningi. Eftir standa þeir markaðir sem greiða besta verðið.  Sú þróun skýrir að hluta til þann viðsnúning sem greinilega er orðinn í útflutningi. Þróun erlendra markaða benda til þess að það verði áfram hækkun á heimsmarkaði á þessu ári. En hins vegar eru nokkuð stórir óvissuþættir sem geta haft veruleg áhrif á endanlega niðurstöðu. Má þar m.a. nefna þróun á kjötmörkuðum í Kína og áhrif af útgöngu Breta úr Evrópusambandinu.
 
(Tölulegar upplýsingar eru upprunar í útflutningsskýrslum Hagstofu Íslands)
Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...